mér líst bara vel á nýju stjórnina.
Vinnuhópur VG hefur skilað af sér tillögum um niðurfærslu höfuðstóls á þeim skuldum þar sem fólk varð að taka háu lánin, þannig að skuldin verði aðeins fyrir þeirri upphæð sem er raunvirði fasteignar. Vona að þetta fari í gegn, ég held þetta sé nokkuð sanngjörn leið. Nú er ég að tala um fólk sem er kannski að kaupa sína fyrstu íbúð, ekki liðið sem tók sér lán til að geta nú átt tvo porschejeppa eða það sem ‘varð’ að hreinsa allt út úr íbúðinni því hún var svo ‘ógeðsleg’ á la innlitútlitþáttaruglið. Það verður að finna leið til að vinsa hafrana frá sauðunum í þessu tilliti. Ég er ekki viss um að þeir sem hafa hæst séu þeir sem eiga erfiðast nefnilega…
Nýlegar athugasemdir