sonur minn

átti sambærilegt augnablik og Gill í dag.

Amma hans kom með síðbúna afmælisgjöf, fimmþúsundkall í umslagi og hann sá fram á að geta keypt sér einn tölvuleikinn til. Við pabbi hans mölduðum í móinn og sögðum betra að leggja peninginn inn, enda fékk gutti 3 tölvuleiki í afmælisgjöf um daginn. Stráksi ekki sérlega hrifinn. Svo hringdi amman áðan og sagði peninginn hafa verið fyrir einhverju sem hann vantaði, í samráði við okkur. Ég fór að tala um að hann vantaði buxur. Skelfingarsvipur kom á strák: Frekar leggja inn!

Auglýsingar

4 Responses to “sonur minn”


 1. 1 vinur 2009-05-6 kl. 23:23

  Finnur góður! Kær kveðja í bæinn. Gulla Hestnes

 2. 2 Harpa J 2009-05-7 kl. 09:37

  Svona var minn drengur líka – en núna vill hann fá föt…

 3. 3 Þorbjörn 2009-05-7 kl. 09:53

  Talandi um buxur… Það er pakki í póstinum til hans í dag…

 4. 4 hildigunnur 2009-05-7 kl. 10:12

  Gulla, takk takk

  Harpa, já unglingsdóttirin er sko til í föt…

  Þorbjörn hei, já, best að kíkja á þína – vantar hana eitthvað?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: