æh

voðalega trúi ég lítið á leiðina – hættum að borga af lánunum. Fannst þetta sniðugt fyrst og skráði mig á flettismettigrúppur um samtök um það. En í alvöru, fólk, hvað græðum við á því að setja fjárhag þjóðarinnar algerlega á hliðina? Því það myndi gerast, það er alveg augljóst. Sama hvað manni er illa við bankana og þess vegna íbúðalánasjóð þurfum við á þeim að halda. Ég er ekki viss um að við viljum horfast í augu við að bankakerfið hrynji aftur.

Klárt, það verður að reyna að koma í veg fyrir að fólk missi húsnæði en ég er ekki viss um að þetta sé góð leið.

Svo finnst mér fólk vera svolítið búið að missa sjónar á því að þessi ríkisstjórn er að taka við herfilegu búi, farið að gleypa við einhverju væli hjá formönnum Framsóknar og Sjálfstæðis. Hvað er með það? Við vissum alveg að það eru ekki til neinar töfralausnir, ég skil ekki hvers vegna nú á að vera hægt að draga þær upp úr hatti.

Að því sögðu þá mætti nú alveg fara að klára þessa stjórnarmyndun…

4 Responses to “æh”


 1. 1 Kristín í París 2009-05-7 kl. 06:09

  Fyndið að ég var einmitt að pæla í því hvort ég ætti að setja yfirlýsingu á bloggið mitt um það að ég held að fólk eigi samt að borga. Að minnsta kosti það sem það getur án þess að svelta. Einhvern veginn verður landið að rísa upp úr feninu. EN það væri auðveldara að borga, ef við sæjum eitthvað gert í að nappa þá sem ullu þessu.
  Og sammála varðandi gagnrýni á Jó og kó…

 2. 2 hildigunnur 2009-05-7 kl. 08:08

  Akkúrat, já klárt setjum vonir okkar á frú Joly með það, ekki treysti ég Akranesgaurnum til að gera neitt af viti.

  Þetta hlýýýtur að fara að smella hjá þeim þarna, ég trúi ekki öðru.

 3. 4 hildigunnur 2009-05-7 kl. 10:12

  Þorbjörn, Náááákvæmlega!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: