Sarpur fyrir 6. maí, 2009

sonur minn

átti sambærilegt augnablik og Gill í dag.

Amma hans kom með síðbúna afmælisgjöf, fimmþúsundkall í umslagi og hann sá fram á að geta keypt sér einn tölvuleikinn til. Við pabbi hans mölduðum í móinn og sögðum betra að leggja peninginn inn, enda fékk gutti 3 tölvuleiki í afmælisgjöf um daginn. Stráksi ekki sérlega hrifinn. Svo hringdi amman áðan og sagði peninginn hafa verið fyrir einhverju sem hann vantaði, í samráði við okkur. Ég fór að tala um að hann vantaði buxur. Skelfingarsvipur kom á strák: Frekar leggja inn!

æh

voðalega trúi ég lítið á leiðina – hættum að borga af lánunum. Fannst þetta sniðugt fyrst og skráði mig á flettismettigrúppur um samtök um það. En í alvöru, fólk, hvað græðum við á því að setja fjárhag þjóðarinnar algerlega á hliðina? Því það myndi gerast, það er alveg augljóst. Sama hvað manni er illa við bankana og þess vegna íbúðalánasjóð þurfum við á þeim að halda. Ég er ekki viss um að við viljum horfast í augu við að bankakerfið hrynji aftur.

Klárt, það verður að reyna að koma í veg fyrir að fólk missi húsnæði en ég er ekki viss um að þetta sé góð leið.

Svo finnst mér fólk vera svolítið búið að missa sjónar á því að þessi ríkisstjórn er að taka við herfilegu búi, farið að gleypa við einhverju væli hjá formönnum Framsóknar og Sjálfstæðis. Hvað er með það? Við vissum alveg að það eru ekki til neinar töfralausnir, ég skil ekki hvers vegna nú á að vera hægt að draga þær upp úr hatti.

Að því sögðu þá mætti nú alveg fara að klára þessa stjórnarmyndun…


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa