Sarpur fyrir 1. maí, 2009

draugagangur

Fórum á Draugagang í Óperunni í gær, þeas ég og Kristín mágkona, ásamt mömmu og pabba, algjör snilldarsýning ég vona hún verði tekin upp aftur. Eitthvað verið að tala um að þýða textana yfir á önnur mál og markaðssetja þetta fyrir túrista. Engin almennileg svona sýning hér fyrir túrista að ég viti.

En ef þetta verður aftur hvet ég alla til að fara, þetta var alveg bráðskemmtilegt, vel lesið og leikið og sungið.

traust

(Bound and Gagged)

alveg er það magnað

að veðrið skyldi snarbatna akkúrat meðan á 13-stráka-afmælinu stóð þarna í gær.

Gat sent þá út í garð og reyndar seinnipart afmælis út á leikskólalóð að hamast. Algjör snilld. Þurfti bara einu sinni að reka þá ofan af skúrþökum í ár, það var eins og að hafa hemil á kattahjörð í fyrra.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa