hún

Alda er með beiðni á síðunni sinni um feelgood lög, ég er að hugsa um að herma. Samt ekki endilega feelgood, en mig langar í hugmyndir um góð lög til að spila í bíl, ekki að við eigum ekki helling af músík en það er alltaf gaman að finna ný (eða gömul) skemmtileg lög. Nú er ég ekki að hugsa klassík en það má samt alveg benda á gott slíkt ef það hentar í bíl, þeas. ekki of mikil breidd í styrkleika.

Á bíladiskunum okkar er núna alls konar músík, frá Real Group yfir Abba og REO Speedwagon, Bowie, Sting, Queen, My Chemical Romance, U2, Zappa, Richard Thompson, Imogen Heap, Residents, Opeth og margt fleira. Þannig að nánast allt er opið. Ekki of grjóthart rokk kannski og ekki kántrí samt…

Ég á aðgang að iTunes music store (jei) þannig að á að geta nálgast flestallt.

7 Responses to “hún”


 1. 1 Toggi 2009-04-28 kl. 10:15

  Vissi að einhverstaðar í heiminum leyndist einhver annar sem hlustar á Residents í bílnum sínum!

  Mæli með barnaplötum sem hafa fullorðinnaskírskotun líka: Hrekkjusvín, Villikettirnir, Gilligill, Undarlegt hús (Stundin okkar 0607 – smá eiginplögg).

  Og öðru íslensku: Spilverkinu, Þursaflokknum, Megasi.

  Og svo náttúrulega XTC og Dukes of Stratospheare.

 2. 2 hildigunnur 2009-04-28 kl. 10:22

  Jamm, krakkarnir eru lítið í barnaplötunum orðið, enda orðin fjári stór. Gilligill kom samt eftir pöntun hér í jólagjöf, hún er góð. Tékka á Undarlega húsinu. Svo er ég líka alltaf á leiðinni að kaupa Hjaltalín, en hana mun ég fá í plötubúð (eða bara frá þeim) ekki á netinu. Rétt að ég er ekki með mjög mikið íslenskt, það má vel bæta úr því.

  Já og ég held ég þekki allavega einn enn sem hlustar á Residents í bílnum… 😀

 3. 3 Alda 2009-04-28 kl. 10:27

  Þetta fer svo ótrúlega mikið eftir stemningunni, en þó finnst mér Radiohead „In Rainbows“ alltaf koma vel út.

  En hvernig færð þú aðgang iTunes music store???

 4. 4 Toggi 2009-04-28 kl. 10:29

  Á engin börn – hlusta bara á þetta stöff sjálfur af því að það er svo skemmtilegt (tónlistarútgáfan af Harry Potter syndróminu). En ég er nú reyndar veikur fyrir smellnum og vel gerðum textum (og svoleiðis er nú bara of sjaldgæft utan barnastöffsins). Vel á minnst: Baggalútur.

 5. 5 Imba 2009-04-28 kl. 15:20

  Ég er alltaf með diskinn þinn í bílnum 🙂

 6. 6 Meinhornid 2009-04-28 kl. 18:19

  ‘Múgsefjun – Skiptar skoðanir’ er fínn í bílinn!

 7. 7 hildigunnur 2009-04-28 kl. 23:52

  Toggi, já Baggalútslög eru í bíl nú þegar.

  Imba, takk 😀

  Meinhorn og Alda, skoða þessi

  og Alda, til dæmis hér. Ég notaði reyndar aðra leið sem ég finn ekki í augnablikinu. (tunecard.biz, virðist ekki svara núna – vonandi ekki farnir á hausinn!)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.788 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: