álftanesvegur

Kíkið endilega hingað og skrifið undir ef þið eruð sammála.

Hér á eftir fer áskorun

Áskorun frá Náttúruverndarsamtökum Íslands

Náttúruverndarsamtök Íslands hvetja Garðabæ og Vegagerðina til þess að falla frá fyrirhugaðri lagningu tveggja stoðbrauta um Gálgahraun á Álftanesi. Hraunið er á náttúruminjaskrá. Aðeins ríkir almannahagsmunir geta réttlætt svo umfangsmikla framkvæmd á svæði sem stendur til að friðlýsa. Ekki hefur verið sýnt fram á að slíkir hagsmunir liggi til grundvallar. Áður fyrirhuguð átta þúsund manna byggð í Garðarholti hefur verið slegin út af borðinu og engin fjölgun er fyrirséð í Sveitarfélaginu Álftanesi í nánustu framtíð. Núverandi vegur ætti að geta annað umferð út á Álftanes með tilhlýðilegum endurbótum.

Gálgahraun er verðmæt náttúruperla. Það varðveitir einnig merkar minjar um menningu og sögu þjóðarinnar. Innan um stórbrotnar hraunmyndanir hafa menn í aldanna rás hlaðið sér byrgi og skjól, álfaklettar minna á átrúnað landsmanna fyrr á öldum og um hraunið þvert og endilangt liggja fornar þjóðleiðir sem ekki hafa breyst frá því á landnámsöld. Þá málaði Jóhannes Kjarval árum saman myndir í hrauninu sem eykur enn á verndargildi þess. Náttúruverndarsamtök Íslands hvetja framkvæmdaraðila til þess að þyrma Gálgahrauni. Það hefur ómetanlegt gildi í heild sinni. Um leið og vegur hefur verið lagður um hluta þess glatar hraunið varðveislugildi sínu til mikilla muna. Samtökin minna á, að ætíð skuli gæta meðalhófs við opinberar framkvæmdir. Tvær stoðbrautir yfir náttúruverndarsvæði bera ekki þess vott að þeirri grundvallarreglu hafi verið fylgt.

Virðingarfyllst,

f.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands,

Árni Finnsson, formaður.

0 Responses to “álftanesvegur”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.761 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: