dagurinn

Kjósa
Búð (vantar í afmælismatinn í kvöld)
Tékka á ferskum kræklingum
Freyja á kammeræfingu
Tónleikar hjá yngri krökkunum
Aðrir tónleikar hjá yngri krökkunum
Taka til
Hnoða í og steikja tvöfaldan skammt af tortillum
Taka á móti 10 unglingsstelpum sem eru að koma í gistiafmæli
Steikja hakkjukk fyrir tortillur
Gefa stelpustóðinu að borða
Senda stóðið niður í yngriunglings herbergi og/eða sjónvarpsherbergi
Blása upp tvær stórar og eina litla loftdýnu
Varpa öndinni léttar
Horfa á kosningasjónvarp

Smá prógramm í dag semsagt. Svolítil skörun, (JLS og Fífa taka til og hnoða í tortillur meðan ég er með krakkana á þessum tvennum tónleikum).

Gleðilegar kosningar, kjósið nú samkvæmt sannfæringu og endilega notið kosningaréttinn, hann er ekkert sjálfgefinn.

6 Responses to “dagurinn”


  1. 1 Þóra Marteins 2009-04-25 kl. 09:58

    Vá, langur dagur. Gangi þér vel með allt þetta 🙂

  2. 3 Harpa J 2009-04-25 kl. 11:33

    Stuð sem sagt!
    Vonandi lifir þú þetta allt saman af.

  3. 4 ella 2009-04-25 kl. 11:59

    Spurning um að fá aðstoð? Ég er meir en til í að taka að mér þetta næstsíðasta 🙂

  4. 5 hildigunnur 2009-04-25 kl. 12:13

    Ella, hjartanlega velkomin í léttingu andar með okkur 🙂 Fari kosningar að óskum verður einnig tappi sleginn úr flösku.

    Harpa, já ég hugsa það nú…

  5. 6 hildigunnur 2009-04-25 kl. 12:14

    og úff já, gleymdi: Blása upp 2 stórar og eina minni loftdýnur. Best að bæta því inn.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: