neglt

húsnæði fyrir Tónverkamiðstöð, húrra.

Við verðum á fjórðu hæð í Skúlatúni 2, gamla borgarstjórnarhúsinu, í sama húsi er til dæmis Staðlaráð Íslands til húsa og fleiri góð fyrirtæki og stofnanir. Fáum þarna ríflega 150 fermetra á ágætis verði.

Verður málað og breytt aðeins áður en við komumst inn, teknir niður veggir þar sem við þurfum einn góðan sal með stóru rými, litlar afhólfaðar skrifstofur henta ekki. Þó ekki séu margir starfsmenn eru ótrúlega margar vinnustöðvar, enda mörg og margs konar handtök unnin hjá okkur.

Ótrúlega fegin að vera búin að taka ákvörðun og koma okkur í farveg.

9 Responses to “neglt”


 1. 1 Arnar Helgi 2009-04-22 kl. 16:49

  Hvað er tónverkamiðstöð?

 2. 2 hildigunnur 2009-04-22 kl. 17:52

  Íslensk tónverkamiðstöð, sjá hér er félagið/stofnunin sem heldur utan um nótur og önnur flutningsgögn íslenskrar tónlistar síðustu 120 árin eða svo. Þangað skilum við tónskáld nótunum okkar og þangað sækja flytjendur til að fá nótur til að geta flutt tónlistina. Einnig sinnir tónverkamiðstöðin kynningu og er í smá útgáfustarfsemi, bæði á nótum og plötum.

  Húsið sem tónverkamiðstöð var í þar til fyrir 5 vikum brann – eða þeas. það kom upp eldur þar og við þurftum að flytja allt dótið okkar. Handritin (eða handritsígildin reyndar frekar) munu fara í Þjóðarbókhlöðu núna enda erum við langt komin með að skanna nóturnar þannig að við getum þjónustað flytjendur áfram þó við séum ekki með möppurnar sjálfar hjá okkur.

  Það er búið að vera talsvert mál að finna húsnæði, ég er ógurlega glöð yfir að það sé komið á hreint.

 3. 3 parisardaman 2009-04-22 kl. 21:49

  Til hamingju með það.

 4. 4 baun 2009-04-22 kl. 23:01

  til hamingju, þetta er fínt hús (er þetta ekki annars á horni Skúlatúns og Borgartúns?)

 5. 5 hildigunnur 2009-04-23 kl. 10:48

  takk takk, jú þetta er einmitt hornhúsið þar.

 6. 6 Guðrún 2009-04-23 kl. 19:55

  Sæl Hildigunnur,

  ég les þig reglulega, og ætlaði einmitt að benda þér á húsnæðið í Skúlatúni en var bara ekki búin að koma því í verk. Eins og þú veist þá erum við (Staðlaráð) á 3. hæð í Skúlatúninu. Frábær staðsetning og gott hús.

  Það fyndna er svo að fyrirtæki mannsins míns var fyrir neðan ykkur í Síðumúlanum (Stiki).

  Kveðja
  Guðrún (systir Nönnu)

 7. 7 hildigunnur 2009-04-23 kl. 20:03

  Guðrún, haha já, ég hafði einmitt hugsað mér að stinga inn nefinu og heilsa upp á þig.

  Hafið þið ekki góða reynslu af Eyktarmönnum? Þeir vildu allt fyrir okkur gera.

 8. 8 Guðrún 2009-04-25 kl. 17:23

  Jú, svona líka að ég réði í vinnu hjá mér þann sem leigði okkur! En forstjórinn er gamall skólabróðir minn og sérlega fínn náungi. Mæli alveg með þeim.

 9. 9 hildigunnur 2009-04-25 kl. 18:47

  Já, hann kom og heilsaði upp á okkur og var með í lokafrágangi á samningi. Kunni mjög vel við hann.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.200 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: