væntanlega loga

bloggheimar nú og ég er að bera í hinn fræga bakkafulla læk, en mikið er ég sátt við útkomu könnunarinnar í Rvk norður. Að Borgarahreyfingin sé komin langt upp fyrir Framsókn er gríðarlega gott. Ekki síður hve Sjálfstæðisflokkurinn setur niður – þó ég skilji engan veginn fólk sem getur hugsað sér að kjósa hann og finnist 22 prósent allt allt of hátt.

Þorgerður Katrín virtist nálægt taugaáfalli í fréttum áðan – vill láta hætta að tala um spillingu flokksins og tala heldur um málefni þjóðfélagsins. Gott og vel, ef D hefði ekki fengið að láta hlutina dankast í alla þessa mánuði eftir hrun hefði maður kannski tekið þetta aðeins til greina.

Kudos svo til Svandísar fyrir að þora að nefna orðið mútur á opinberum vettvangi. Það sem allir hugsuðu…

5 Responses to “væntanlega loga”


 1. 1 Nanna 2009-04-14 kl. 19:34

  Mér finnst eiginlega merkilegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu hefur ekkert farið niður frá síðustu könnun – þá var hann líka með um 22% í Reykjavík norður.

 2. 2 Nanna 2009-04-14 kl. 19:36

  Kannski það sé einmitt það hlutfall kjósenda sem ,,kýs Sjálfstæðisflokkinn hvort sem hann býður fram eða ekki“.

 3. 3 hildigunnur 2009-04-14 kl. 22:38

  Jámm, ég held það sé einmitt málið. Skiptir ekki nokkru hvað þeir gera eða gera ekki, þetta lið getur ekki hugsað sér að kjósa neitt annað og rökstyður það fyrir sjálfu sér út í rauðan dauðann.

 4. 4 veiga 2009-04-15 kl. 10:44

  Þetta eru mjög áhugaverðir tímar í pólitík

 5. 5 hildigunnur 2009-04-15 kl. 13:36

  ójá. Interesting times indeed…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.924 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: