á næstu tónleikum

S.Á. munum við spila hljómsveitarsvítu í D-dúr eftir Bach. Jámm, þessi sem Aría (sem á alls ekki að vera á G-streng) hin fræga er í.

Ég varð eiginlega hálffúl, finnst þetta orðið þreytt stykki, margspilað það og hlakkaði ekki til.

Nema hvað, mætti á æfingu áðan (missti af fyrstu æfingunni á þessu prógrammi, út af Sköpuninni um daginn). Og þá er bara verið að setja þvílíkan kraft í verkið, Arían hröð og gersamlega laust við að vera væmin, fyrsti kaflinn í frönskum stíl, allt bara skemmtilegt. Mikið gaman.

Svo er sinfónía eftir Alan Hovhaness, í einum þætti, lítur vel út, ég er ekki alveg farin að heyra heildarmyndina á henni, og svo hornkonsert eftir Mozart sem ég er ekkert farin að æfa en lítur út fyrir að verða snúnasta verkið á tónleikunum. Einhver leiðinda béatóntegund…

Auglýsingar

12 Responses to “á næstu tónleikum”


 1. 1 ella 2009-04-14 kl. 23:44

  Þú skrifar béatóntegund eins og þig langi meira til að skrifa bévuð tóntegund?

 2. 2 hildigunnur 2009-04-15 kl. 07:41

  hehe, það er leiðinlegt að spila á strengjahljóðfæri í tóntegundum með mörgum b-um, jámm. Liggur illa.

 3. 3 Hildur tónheyrnarnemi 2009-04-15 kl. 08:59

  Vá það hefði verið gaman að heyra D dúrinn!! Er í miklu uppáhaldi hjá mér 🙂

 4. 4 hildigunnur 2009-04-15 kl. 09:11

  Hildur, gaman að sjá þig hér 😀 Tónleikarnir verða í lok maí, kannski verðurðu komin heim…

 5. 5 Finnbogi 2009-04-15 kl. 10:41

  Eru hornkonsertarnir ekki allir í Es-dúr?
  Svona rétt eins og allar barokkgloríur, hallelúja og annað pomposo með trompetum er í D-dúr…

  Spilar Stulli?

 6. 6 hildigunnur 2009-04-15 kl. 13:35

  Jámm, Stulli spilar, og ég er ekki búin að sjá nóturnar að mozart, þrjú bé er hreint ekki ólíklegt til að mínir samstrengir hafi farið að röfla 😛

 7. 7 Finnbogi 2009-04-15 kl. 23:58

  Og það eru bara útkaflarnir. Ég man að einhvern rómansan er í As-dúr, svo það versnar bara. Annars hafið þið gott af þessu, nóg hefur maður nú þurft að kveljast í E-dúr og H-dúr af tillitssemi við strengjaleikara. 😉

 8. 8 hildigunnur 2009-04-16 kl. 07:29

  uss, þú heldur það bara, það er sko ekkert skemmtilegt að spila í E-dúr og þar fyrir ofan heldur, tómar hálfar stillingar. Það er ekkert fyrir strengjaleikara, bara andstyggilegheit viðkomandi tónskálds 😀

  Kíkti svo á nóturnar sem voru í fiðlukassanum mínum allan tímann, jújú, Es-dúr og rómansa í As…

 9. 9 Hildur tónheyrnarnemi 2009-04-19 kl. 16:53

  Hey hvenær? Ég kem heim 23. maí!

 10. 10 hildigunnur 2009-04-19 kl. 18:34

  nú, þann 24, þú nærð þessu nákvæmlega 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,062 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
« Mar   Maí »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: