sameiginleg

afmælisveisla hér fyrir okkur nýbakaða táninginn á eftir, er að byrja á óhugnanlegu magni af uxahalasúpu (þegar táningurinn bretti upp á nefið við henni sagði ég að það væri minn afmælismatur, ekki hennar – við gerum líka ræskrispískökur og svo tiramisu (mín megin) og ís (hennar).

Ofninn minn virkar ekki, engar kökur eða heitt brauð. Sorrí, fjölskylda…

Auglýsingar

8 Responses to “sameiginleg”


 1. 1 ella 2009-04-9 kl. 17:22

  Skemmtileg þessi mataraldursskipting. Ég er ekki frá því að ég vildi heldur vera í afmæli dótturinnar 🙂

 2. 2 hildigunnur 2009-04-9 kl. 17:30

  híhí, þessi súpa er reyndar tær snilld, ekkert lík pakkaviðbjóðnum – ég setti reyndar heldur mikið vatn móti kjötinu og er að sjóða hana niður núna, aldrei gert svona mikla uxahalasúpu áður. Tja, hef reyndar aldrei eldað svona mikla súpu fyrr, ef út í það er farið.

 3. 3 ella 2009-04-9 kl. 19:11

  Alltaf erfitt að velja á milli tveggja góðra kosta.

 4. 4 Harpa J 2009-04-9 kl. 23:01

  Góða skemmtun!

 5. 5 Vælan 2009-04-9 kl. 23:44

  súpan var æði! en hvar var ísinn?? hehe

  takk fyrir okkur aftur!

 6. 6 hildigunnur 2009-04-9 kl. 23:49

  Væla, krakkarnir fengu ís – allavega átti yngra afmælisbarnið að bjóða þeim hann 😀

  Ragnheiður Dóra var ekki smá hrifin af súpunni, tvíþakkaði mér fyrir æðislega súpu. (reyndar gleyptu allir krakkarnir nema Kristján Óli hana í sig). Þið verðið greinilega að fara að búa til svona…

 7. 7 parisardaman 2009-04-10 kl. 06:57

  Ertu ekki til í að skella inn uppskrift að súpunni, þarf ekkert nákvæmt, bara hugmyndir?

 8. 8 hildigunnur 2009-04-10 kl. 07:41

  París hún er hér. Mikilvægt að sleppa ekki tómatkraftinum, þetta verður ekki að tómatsúpu heldur setur einhvern veginn dýpt í bragðið. Ég prófaði einu sinni aðra týpu, uppskriftin nánast eins, en enginn tómatkraftur og það var ekki nándar nærri eins gott.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,069 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
« Mar   Maí »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: