búin að vera að hugsa

(jámm, aldrei þessu vant :þ) um bloggið og flettismettið svolítið undanfarið. Verð að segja að mér finnst smettið gersamlega engan veginn koma í stað bloggsins, alveg fyrir utan hvað það er hroðalega grunnt, status tilkynningar þó þær geti verið smellnar og skemmtilegar koma engan veginn í stað (reyndar misskemmtilegra) röfla hér, ég hef fáránlega gaman af því að lesa bloggið mitt og komment við færslur afturábak, hvað var ég nú að gera á þessum tíma á síðasta ári, tildæmis, þegar ég hrundi í lungnabólguna fyrir rétt rúmlega ári síðan, hélt ég í mér lífinu með að skoða ferðasöguna frá Ítalíu árið áður og endurupplifa þá frábæru stórfjölskylduferð (takk enn og aftur, elsku mamma og pabbi). Hefði þetta verið hægt bara á smetti? ónei.

Svo hefur bloggið oft reddað mér með dagsetningar aftur í tímann, tónleika og annað, fyrir nú utan þarna þegar ég skildi ekkert í færslu af Hljómeykisreikningnum inn á minn eigin og bloggið bjargaði mér.

Moggabloggið drap okkur ekki, látum heldur ekki flettismettið gera það.

p.s. reyndar sé ég svo sem ekki mikil merki um slíkt, lesturinn hér hjá mér er ekkert minni en fyrir ári.

p.p.s. já og ég þoli twitter engan veginn. Maður er að reyna að vinna í tölvunni og svo hoppar einhver tilkynning inn í hornið og tekur einbeitinguna algerlega. Smettið ræður maður allavega hvenær maður skoðar.

5 Responses to “búin að vera að hugsa”


 1. 1 Svanfríður 2009-04-5 kl. 23:04

  Þar er ég sammála þér frú Hildigunnur. Lesturinn hjá mér hefur ekki minnkað heldur en mér finnst fólk yfir höfuð latara við að kommenta,ég er þar meðtalin. En ég einmitt las aftur á bak í gærkveldi og rifjaðist ýmislegt upp þar…bara gaman að því.

 2. 2 hildigunnur 2009-04-5 kl. 23:12

  jamm, akkúrat, ég er reyndar frekar dugleg að kommenta ennþá. Misdugleg eftir síðum samt. Fylgist alveg með mínum ríflega hundrað rss feeds.

 3. 3 parisardaman 2009-04-6 kl. 07:54

  Ég var einmitt næstum því búin að henda sjálfri mér út af Snjáldrinu um daginn. Eina vandamálið er að þar er ég hluti af ættarmótagrúppu og fleiru slíku sem ég dytti þá út úr.
  Varðandi athugasemdir, er ég einmitt núna í nördarifrildi á mínu bloggi, það er skemmtilegast af öllu.

 4. 4 Karen 2009-04-6 kl. 09:17

  alveg hjartanlega sammála þér með bloggið og Trýnuna. Twitter hoppar ekkert framan í mig svo það truflar mig ekkert. Ég er afskaplega ánægð með að Trýnan tók upp á því að bæta öllum þessum sjálfsmatsprófum inn í statusana. Það gerir hana svo miklu leiðinlegri að ég fer þangað miklu sjaldnar- og geri þá vonandi eitthvað örlítið gáfulegra í staðinn.

 5. 5 ella 2009-04-6 kl. 11:55

  Ég er ekki búin að blogga nema í rúmt ár og verð í seinni tíð mjög vör við fækkun athugasemda og veit með vissu að í mörgum tilvikum er fólkið komið inn á Trýnuna og fer því sjaldnar á bloggið. Ég þumbast nú samt áfram og hef raunar aldrei farið inn á Trýnu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,945 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
« Mar   Maí »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: