smá útskýring

með pákuleikarann sem sló í gegn.

eins og Ella giskaði réttilega á, sló hann í gegn um pákuna – skinnið hefur væntanlega verið veikt fyrir. Brást óaðfinnanlega við, sneri pákunni og kláraði kaflann, skaust síðan fram í næsta kafla sem hann var ekki að spila í, hringdi í rótara, skipaði þeim að fara heim til hans og sækja hans prívat pákusett og koma með PRONTÓ! svo svona tíu til fimmtán mínútum síðar var annað sett komið, fyrst fyrir pákuna sem brást, svo milli hluta í verkinu var hinni pákunni laumað inn – mun betra að hafa sett sem passar saman.

Ég skil eiginlega ekki hvers vegna Frank pákuleikari var ekki látinn standa sérstaklega upp og hneigja sig í lokin fyrir þessa glæsilegu björgun…

(hér má heyra upptökuna, pákuslagið er í lok annars kafla, ruv.is sýnir því miður ekki nákvæman tíma til að segja ykkur)

Auglýsingar

7 Responses to “smá útskýring”


 1. 1 Indra 2009-04-2 kl. 23:47

  Jahérna! Alveg fór þetta fram hjá mér. Mér fannst einmitt að Frank hefði átt að standa upp (þótt ég hefði ekki vitað af þessu snarræði hans) – bara af því hann var svo æðislegur í þessu!

 2. 2 hildigunnur 2009-04-3 kl. 00:07

  haha, Árni tók ekki eftir þessu heldur, út úr miðjum kór, enda var þetta fáránlega vel gert hjá honum, bara eitt einasta slag sem þetta heyrist, og svo var þetta bara spurning um að vera í sjónlínu.

 3. 3 ella 2009-04-3 kl. 09:17

  Snilld! Ég dáist að fólki sem hefur innsæi til að bregðast hárrétt við því sem upp á kann að koma á sviði. Sumir frjósa bara þó að þeir hinir sömu séu kannski kokhraustir fyrirfram. Mér hefur sem betur fer oftast tekist þetta þokkalega en maður veit aldrei..

 4. 4 ella 2009-04-3 kl. 15:56

  Var að átta mig á því að miðað við útlit hljótum við Indra að vera náskyldar! Jafnvel eineggja, plásturinn og allt! Ef til vill sjónvandamál hjá annarri okkar, er ekki viss hvorri. Sæl systir.

 5. 5 Indra 2009-04-4 kl. 00:38

  Það er laukrétt. Við erum sláandi líkar og getur tæplega verið tilviljun. Verðum í bandi Ella – gaman að sjá þig.

 6. 6 Svanfríður 2009-04-4 kl. 01:39

  Mér finnst þetta magnað að lesa!!!

 7. 7 Víóluskrímslið 2009-04-7 kl. 09:11

  Þetta er auðvitað ekkert minna en rosalegt.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
« Mar   Maí »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: