Haydn í kvöld

Stel textanum frá Sinfó hér:

Joseph Haydn var einn mesti tónsnillingur klassíska tímans og í tilefni þess 200 ár eru liðin frá andláti hans flytur Sinfóníuhljómsveitin frægustu óratóríu hans, Sköpunina, á tónleikum fimmtudagskvöldið 2. apríl.

Sköpunin er stórkostlegt tónverk innblásið af óratórium Handels, sem Haydn heyrði þegar hann dvaldist í Lundúnum árið 1791. Verkið lýsir sjö dögum sköpunarinnar: óreiðan, ljósið, dýrin, náttúran, og loks Adam og Eva sem taka undir í glæsilegum lokakórnum. Ímyndunarafl Haydns er einstakt enda hefur óratórían notið gífurlegra vinsælda allar götur frá því hún heyrðist fyrst.

Á tónleikunum verður samankomið einvalalið frábærra tónlistarmanna. Stjórnandi er Paul McCreesh, sem er einn fremsti kórstjóri Breta um þessar mundir. Hljóðritanir hans fyrir Deutsche Grammophon hafa hlotið einróma lof, ekki síst nýr geisladiskur hans með Sköpuninni eftir Haydn sem hlaut Gramophone-verðlaun nýverið. Tímaritið Classic CD nefndi McCreesh meðal 100 merkustu stjórnenda 20. aldarinnar og augljóst að frumraun hans á Íslandi verður mikill viðburður.

Söngvararnir eru einnig margverðlaunaðir og stórgóðir – sérstaklega þarna mezzósópraninn… (já, þetta síðasta stendur reyndar ekki í Sinfóplögginu)

Auglýsingar

4 Responses to “Haydn í kvöld”


  1. 1 Vælan 2009-04-2 kl. 16:03

    hahahahaha já alveg SÉRSTAKLEGA hann 😉

  2. 3 Sigurður Þór Guðjónsson 2009-04-2 kl. 19:19

    Sköpunin eftir Haydn er eitt af mínum uppáhaldsverkum.

  3. 4 hildigunnur 2009-04-2 kl. 22:29

    Sigurður, komstu á tónleikana í kvöld? eða hlustaðir í útvarpinu? Held þetta hafi tekist bara alveg ljómandi vel…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,776 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
« Mar   Maí »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: