krambúleruð

tókst að hrynja niður stigann heima og er nú með marblett á upphandlegg, fjólubláa tá og er helaum í rófubeininu. Haltra um.

Annars erum við að baka eigin tortillur og ég er búin að blanda skammt af fajitas kryddi. Verður spennandi að smakka. Tortillurnar eru hundrað sinnum betri en þær sem maður kaupir, erum búin að gera svoleiðis þrisvar. Algjör snilld, en náttúrlega nokkur handtök.

Svo tónleikar í kvöld, hlakka til. Ný útgáfa af Mozart Requiem, Süssmayer hent út, svo líka stutt messa eftir Bach sem ég þekki ekki neitt, en er víst mjög flott. Klukkan átta í Langholtskirkju, veit ekki til að það sé uppselt…

Auglýsingar

17 Responses to “krambúleruð”


 1. 1 ella 2009-03-22 kl. 17:49

  Rófubeinið í fatla eins og skot.

 2. 2 beggi dot com 2009-03-22 kl. 17:52

  Ég hef mikla samúð með fólki sem dettur heima hjá sér.

 3. 3 Nanna 2009-03-22 kl. 17:52

  Æ,æ. Fáðu þér uppblásinn sundhring til að sitja á, hún dóttir mín sat á einum slíkum hálft sumar hér fyrir mörgum árum.

 4. 4 Hanna St. 2009-03-22 kl. 18:00

  æ æ æ, sendi óskir um skjótan bata

 5. 5 hildigunnur 2009-03-22 kl. 18:25

  Nanna, haha, ég held við höfum einmitt verið að henda slíkum hring, þar sem hér eru allir orðnir syndir.

  Takk annars, allir. Ella, jámm, eða gifs…

 6. 6 Harpa J 2009-03-22 kl. 20:27

  Úff – passasigístiganum! Það er nefnilega stórhættulegt að ganga í stiga þegar maður er aumur eftir fall. Þá er jafnvægið skert og mikil hætta á að detta aftur. Og bara til að fyrirbyggja misskilning (frá þeim sem þekkja mig ekki) þá er ég ekki að grínast – ég tala af langri og biturri reynslu.

  Og góðan bata!

 7. 7 ella 2009-03-22 kl. 22:07

  Þarna sjáið þið hvað það getur verið varasamt að henda hlutum! Held það væri smart að taka með sér flottan sundhring, til dæmis á tónleika. Hafa bara munstrið í stíl við kjólinn – eða kjólinn í stíl við hringinn?

 8. 8 Þorbjörn 2009-03-22 kl. 22:48

  Frábær útgáfa af rekvíminu. Sá þig ekki…

 9. 9 hildigunnur 2009-03-22 kl. 22:59

  Amm, mjög flott. Við Jón Lárus sátum uppi, fórum ekki niður í hléi og drifum okkur beint heim. Vissi ekki að þú værir í bænum 🙂

  Ella, ég er reyndar ekki svo slæm að ég myndi nota svona hring hvort sem er.

  Harpa, já ég held mér fast í handriðið núna…

 10. 10 HT 2009-03-22 kl. 23:12

  Flottur konsert, við Beta sátum líka uppi en sáum ykkur ekki.

 11. 11 hildigunnur 2009-03-22 kl. 23:45

  Hjálmar, jámm, við vorum hægra megin (frá okkur séð).

 12. 12 vinur 2009-03-23 kl. 01:06

  Vont að heyra þetta Hildigunnur- og með rófubeinið á þér,í guðsbænum farðu varlega því þú gætir annars átt í þessu í mörg ár og ég tala af reynslu.

 13. 13 vinur 2009-03-23 kl. 01:07

  Æi,þetta var bara ég,Svanfríður sem kveeettaði.

 14. 14 hildigunnur 2009-03-23 kl. 01:13

  Svanfríður, ég finn nánast ekki fyrir þessu lengur (held ekki það sé vegna þess að ég er búin með hálfa rauðvín 😀 ) Takk samt.

 15. 15 Þóra Marteins 2009-03-23 kl. 10:11

  áááááá…. vona þér líður betur í dag 🙂

 16. 16 hildigunnur 2009-03-23 kl. 13:54

  já já, ég er mun betri, takk 🙂

 17. 17 Elías Halldór 2009-03-25 kl. 12:26

  Ég braut á mér rófubeinið þegar ég var 12 ára. Ég sat ekki í nokkrar vikur, heldur hallaði mér upp við stólsetur. Ég hafði átt að stökkva yfir hest í leikfimitíma með hælana á undan en rak hælana í hestinn og datt afturfyrir mig með rassinn í hornið á brettinu. Það var pínulítið sárt. Það hætti að vera sárt eftir uþb mánuð.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,062 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: