urgrmbllscrz!

Hvernig væri að Kópavogur myndi nú skila Ómarsbjöllunni og dómari myndi biðjast afsökunar á tveimur risa klúðrum? (skoða komment líka – eða fara aðeins dýpra í færslurnar mínar)!

(já, ég veit að það er ekkert einfalt að búa til spurningar og dæma – en þetta er bara samt ekki hlutur sem lið eiga að geta sætt sig við. Fyrst mótherjaliði gefið rétt fyrir sannanlega vitlaust svar – þeir nefndu borg sem var ekki rétta borgin, borg sem er til, bara í vitlausu landi – þrátt fyrir að nafnið hljómi líkt, það var samt ekki þessi borg, svo gefið vitlaust fyrir rétt svar, sem dómari vissi ekki að væri rétt líka. Minnir helst á Jónas R. Jónasson sem var með spurningakeppni fyrir nokkrum árum, spurði hvaða frægi maður hefði haft viðurnefnið ‘hinn mikli’. Sá sem spurður var hikstaði við, þar sem hann þekkti ansi marga, Alexander mikla og Pétur mikla til dæmis, en nei, það var sko vitlaust, Gatsby hinn mikli var hið eina rétta svar…)

17 Responses to “urgrmbllscrz!”


 1. 1 ella 2009-03-16 kl. 08:10

  Ólíðandi eiginlega. Setti inn athugasemd hjá Þorbirni.

 2. 2 Karl Jón Jónsson 2009-03-16 kl. 08:56

  Það er nú ekki hægt að ásaka Kópavogspiltanna fyrir meint klúður dómara. Þar að auki heyri ég þá ekki segja Dar Es Salam heldur frekar Darasalam… sem vissulega er ekki alveg rétt. Annars líka rétt að benda á að keppnin hefði eflaust þróast öðruvísi hefðu þau hjá Fljótsdalshéraði fengið þessi 15 stig.

 3. 3 hildigunnur 2009-03-16 kl. 09:02

  Karl, nei það er auðvitað rétt hjá þér, enda er ég svo sem ekkert að ásaka Kópavogsstrákana um neitt. Það er líka langt frá því öruggt að Fljótsdalshérað hefði unnið þó þau hefðu fengið þessi stig. Ég heyrði nú reyndar frekar greinilega Dar es Salaam, þeir sögðu það meira að segja tvisvar. Þorsteinn var greinilega með nafnið á borginni rétt og var ósáttur.

  Ætti eiginlega að endurtaka keppnina…

 4. 4 Karl Jón Jónsson 2009-03-16 kl. 09:19

  Svo ég sé áfram málsvari myrkjahöfðingjans þá segja þeir í Kópavogi á Indlandi en ekki í Tanzaníu. Og svo langar mig að vita hvort þú værir sama sinnis ef við víxlum aðilum og þetta væru Fljótsdalshéraðsmenn sem hefðu hagnast svona, þ.e. þessu væri öfugt farið?

 5. 5 hildigunnur 2009-03-16 kl. 09:28

  Jámm, þeir segja á Indlandi, en nafnið er rangt fyrir því. Dar es Salaam er ekki á Indlandi.

  Auðvitað væri ég jafn hneyksluð á þessu, sneri það í hina áttina, jafnvel þó Fljótsdalshérað sé liðið sem ég held með og þrátt fyrir að hafa verið pirruð á Kópavogsliðinu (reyndar eiginlega bara stráknum í miðjunni – hinir voru ágætir báðir, þessi líka fínn örugglega, fannst hann bara ekki passa í þennan þátt). Svo ómerkileg er ég nú ekki… 😀

 6. 6 Harpa J 2009-03-16 kl. 09:59

  Mér fannst Kópavogsdrengirnir hafa tekið sig mikið á blessaðir. Sérstaklega þessi á endanum (hlauparinn), hann var bara ljómandi skemmtilegur í þættinum.
  En þetta með dómaraklúðið er agalegt – sérstaklega Íslendingasögu dæmið, en það var alveg borðleggjandi!

 7. 7 hildigunnur 2009-03-16 kl. 10:24

  Harpa, já ég er sammála, þeir höfðu slakað á.

 8. 8 vælan 2009-03-16 kl. 11:29

  æ þetta er nú svo mikið til gamans gert að það er nú kannski óþarfi að endurtaka keppnina en spurningahöfundur/dómari ætti ÁN EFA að biðjast afsökunar á þessu klúðri öllu opinberlega.

 9. 9 vælan 2009-03-16 kl. 11:30

  og þeir sögðu víst Dar es salaam sem er vitlaust..

 10. 10 hildigunnur 2009-03-16 kl. 11:34

  Jámm, þetta verður náttúrlega ekki endurtekið. Hundfúlt, samt.

 11. 11 Karl Jón Jónsson 2009-03-16 kl. 11:46

  Ég er ósammála… ég heyri Darasalam sem er auðvelt að heyra Dar Es Salaam.

 12. 12 hildigunnur 2009-03-16 kl. 12:10

  Þá spyr ég þig á móti, Karl Jón, hefðir þú heyrt Dar es Salaam hefði það komið Héraðsmegin frá? 😉

  Ég heyrði það í bæði skiptin í beinni, skýrara í seinna skiptið og líka þegar ég spila þetta af netinu. Og að minnsta kosti er það sem þeir sögðu talsvert líkara Dar es Salaam en Daramsala, það er ekkert hægt að komast fram hjá því. Hefðu fengið rétt fyrir Darasalam, hefði verið spurt um Dar es Salaam. Það var bara ekki spurt um hana.

 13. 13 Karl Jón Jónsson 2009-03-16 kl. 12:20

  Ég er ekki að segja að þeir hafi sagt rétt svar… bara að þeir hafi ekki sagt Dar es Salaam. Reyndar er verður að viðurkennast að nöfnin eru ekki svo ólík.

  Og alveg eins og þú þá hefði ég varið Héraðsmenn einnig, hefði það verið svo. Hef það bara svolítið á tilfinningunni að Kópavogsbúar séu aðallega að gjalda þess að þeir eru ungir og þess vegna fá þeir þennan stimpil á sig. Fannst þeir ekki leiðinlegasta liðið í þessari keppni t.d. var ákveðinn sýslumaður alveg yfirmáta leiðinlegur.

 14. 14 Karl Jón Jónsson 2009-03-16 kl. 12:21

  En er sammála með að rétt á að vera rétt.

 15. 15 hildigunnur 2009-03-16 kl. 12:27

  hehe, ekki sérlega hrifinn af Stones fan númer eitt sem sagt? 😉 Mín megin frá kom aldur keppenda málinu ekkert við, sko, en allavega slatta framan af keppni höguðu þeir sér eins og þeir væru í Gettu betur, sem er allt öðruvísi keppni. Merkjakerfið þeirra í leiknum pirraði mig ekki neitt, mér fannst það bara skemmtileg viðbót.

  Og jamm, við getum sæst á að rétt skuli vera rétt, hvort sem sagt var nú Darasalam eða Dar es Salaam.

 16. 16 ella 2009-03-16 kl. 13:12

  Ég hélt eindregið með austanmönnum en ég fullyrði að ef ég hefði verið í vinningsliði og unnið þessa keppni með sömu svörum og voru nú dæmd rétt/röng, þá myndi ég óska leiðréttingar. Ég færi ekki til Grænlands á þessum forsendum þó að mig dauðlangi þangað.


 1. 1 Málbeinið » Útsvarsuppgjörið Bakvísun við 2009-03-16 kl. 12:29

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,945 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: