tvær sýningar

hef farið tvisvar í leikhúsið á innan við viku núna, það er ekki beinlínis vaninn, þar sem við erum allt of löt við leikhúsferðir.

Í dag fórum við Freyja á Hero í Loftkastalanum, KFUM og KFUK standa að sýningunni, hún er virkilega kraftmikil og flott, nokkrir góðir söngvarar – misgóðir auðvitað, það er nú ekkert skrítið í áhugasýningu, en María Magnúsdóttir og Ingunn Huld Sævarsdóttir hvor annarri betri sem aðalsöngkonur, Eiríkur Hilmar Rafnsson flottur Petrus, Sigursveinn Þór Árnason sannfærandi Kristur. Aðrir fínir líka þó þessir hafi nú staðið upp úr. Sævar Daníel Kolandavelu flottur rappari en heldur síðri söngvari. Hljómsveitin þétt undir stjórn Jóhanns Axels Schram Reed, þar fór Meinhornið faglega með sinn bandalausa bassa. Dætur hans voru síðan stjörnur sýningarinnar, auðvitað.

Semsagt bráðskemmtilegt, þó ég sé að sjálfsögðu ekki sérlega sammála þeim grunni sýningarinnar að heimurinn væri kærleikslaus og vonlaus væri það ekki fyrir kristna trú…

Hin sýningin var allt allt allt allt allt allt allt allt öðruvísi, Þrettándakvöld í Þjóðleikhúsinu. Einn tónsmíðanemandi minn sá ásamt félaga sínum um hljóðmynd sýningarinnar. Ég verð að viðurkenna, þó skömm sé frá að segja, að ég hef aldrei farið að sjá Shakespeare leikrit áður (já, ég sagði að við værum gríðarslöpp í leikhúsferðum). Þetta var alveg bráðskemmtilegt, eiginlega farsi með ástarflækjum og misskilningum og mannavíxlum í kross. Arnar Jónsson er stjarna sýningarinnar, verður að segjast, þótt aðrir séu líka mjög fínir, þetta er samvinna Þjóðleikhússins og leiklistardeildar LHÍ. Haraldur og Gunnar Karel gerðu fína hljóðmynd og fengu meira að segja smá að leika. Búningar og sviðsmynd mjög flott, einfalt en áhrifaríkt og gulu sokkarnir með krossböndunum nutu sín þvílíkt vel einmitt fyrir einfaldleikann (já, þið verðið að sjá þetta, eða þekkja leikritið til að skilja).

Mæli sterklega með báðum þessum sýningum – átti reyndar að vera síðasta sýning á Hero í dag, en gæti bæst við allavega ein, en það eru nokkrar sýningar í viðbót af Þrettándakvöldi. Komasooo!

Auglýsingar

2 Responses to “tvær sýningar”


  1. 1 Meinhornið 2009-03-15 kl. 21:52

    😀

    Stelpurnar mínar eru náttlega alveg ægilegir senuþjófar…en þeim virðist fyrirgefast allt þarna!

  2. 2 hildigunnur 2009-03-15 kl. 23:06

    Þær eru náttúrlega bara flottastar 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,069 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: