snilldardagur

Freyja og Finnur vöknuðu snemma til að steikja kanadískar pönnukökur fyrir okkur, afskaplega þægileg byrjun á degi. Sosum ágætur fundur niðri í skóla í morgun, keypti köku handa liðinu á fyrri fundinum. Þorbjörn bróðir ásamt mömmu og pabba komu hér í kaffi, Freyja bakaði vöfflur og Fífa franska súkkulaðiköku meðan ég skaust í Nóatún eftir ís og meira Nutella á vöfflurnar (kláraðist nánast á pönnukökurnar um morguninn).

Spjölluðum góða stund við gestina, fékk æðislega húfu og kraga frá mömmu og pabba.

Meiri matur, steiktum tébeinsteikur handa okkur Jóni en innralærisbita fyrir krakkana. Ekki séns að við gætum klárað bitana, nema Freyja sem fékk þann minnsta. Við þurfum að læra pínu betur á svona nautasteikur, t-beinsteikurnar voru fínar en hinar pínu seigar. Heimagerða bearnaisesósan og kartöflurnar voru óaðfinnanleg, samt. Ljómandi rauðvín með og nú liggur maður bara á meltunni. Ekki að vita nema við drögum upp spil á eftir að gömlum góðum íslenskum sið.

Takk fyrir kveðjurnar, nokkrar hér og við síðustu talningu um 150 á flettismetti.

Auglýsingar

9 Responses to “snilldardagur”


 1. 1 vælan 2009-03-14 kl. 22:28

  það var einmitt öfugt hjá okkur, piparsteikurnar voru pínu seigar en samt roooosalega góðar en innralærisbitinn hennar RDJ var eins og af himnum ofan, einhver meyrasti kjötbiti sem ég hef smakkað 🙂

 2. 2 hildigunnur 2009-03-14 kl. 22:50

  hmm, spes, sama kjöt og ég keypti. Hvernig steiktirðu það?

 3. 3 Svanfríður 2009-03-15 kl. 05:31

  Afmælisbarnið á skilið svona góðan dag-til hamingju aftur:)

 4. 4 vælan 2009-03-15 kl. 09:33

  Jón steikti, en bara ósköp venjulega sýndist mér, ca 2-3 mín á hlið. Pannan var náttúrulega algjörlega eldheit því hann byrjaði á okkar steikum..

 5. 5 hildigunnur 2009-03-15 kl. 11:26

  já, það gæti verið málið, að pannan hafi ekki verið orðin nógu heit og kannski líka of margar steikur á of lítilli pönnu. Ég var að hugsa um það, reyndar, en það var engin önnur panna laus. Setti hann einhverja feiti á pönnuna?

 6. 6 vælan 2009-03-15 kl. 11:51

  jamm við settum smá smjör og aðeins olíu með til að smjörið brynni ekki.. við erum náttúrulega með mega cast iron rifflaða grillpönnu dauðans 😉 hehe

 7. 7 hildigunnur 2009-03-15 kl. 12:05

  amm, rifflaða grillpannan okkar var undir t-beinsteikunum, þannig að við notuðum slétta pönnu og örugglega ekki nægan hita fyrir þrjár steikur sem komust nokkuð nákvæmlega fyrir á pönnunni. Maður veit þetta bara næst – ef við munum það þá, erum svo sjaldan með naut 😀

 8. 8 gua 2009-03-15 kl. 12:32

  Sæl mig langar svo í uppskrift af kanadískum pönnukökum en finn ekkert,eru þær það sama og amerískar? kv.gua

 9. 9 hildigunnur 2009-03-15 kl. 21:30

  Gua, já, þetta voru nú amerískar, mér finnst bara alltaf frekar fyndið að Bandaríkjamenn taki Ameríkunafnið yfir BNA, Kanada er jú líka í Ameríku, fyrir utan nú Mexíkó og svo öll mið- og suðurAmeríkulöndin. Bara smá brandari sko.

  En besta uppskriftin er annars hér.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,941 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: