rústabjörgunin

gengur bara satt að segja alveg ljómandi vel, við erum með alveg frábært fólk að hjálpa okkur, hún Úlla, sem hefur unnið hjá okkur í ITM tók sér frí í nýju vinnunni til að hjálpa, svo er fólk frá fyrirtækinu Gagnavörslunni ehf. Greinilega snilldarfyrirtæki, sprotafyrirtæki í varðveislu og upplýsingastjórnun, hugbúnaðarlausnir og skönnun ásamt mörgu fleiru. Mæli með þeim.

Safnið er farið í höfuðstöðvar þeirra úti á fyrrverandi varnarsvæði á Reykjanesi í meðferð, það þarf að klára að þurrka og setja í nýjar umbúðir, sýrufrían pappír og aðra bestu meðferð, þó við eigum ekki að vera að geyma frumrit þá eru okkar eintök oft orðin ígildi frumrita, þar sem illmögulegt væri að nálgast nóturnar annars staðar.

Svo er nú blessuð heimasíðan okkar orðin alveg hrikaleg (reyndar liggur hún niðri núna, þar sem netþjónar okkar eru ekki í gangi) og við höfum fullan hug á að nýta okkur hugbúnaðarteymi fyrirtækisins, þar eru eðalnördar með áhuga á tónlist og fullt af hugmyndum um meðal annars hluti sem okkur hefur dreymt um að koma í gagnið.

Hver veit, kannski var bruninn lán í óláni. Að minnsta kosti virðast góðir hlutir og langþráðir vera að komast í gang. Fyrst og fremst reyndar að koma safninu á öruggan stað og í eldtrausta geymslu.

Auglýsingar

3 Responses to “rústabjörgunin”


  1. 2 Svanfríður 2009-03-13 kl. 04:01

    Frábært að vita að vel hefur verið staðið að björgun.Gangi ykkur áfram vel.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,768 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: