úff, ljóta ruglið

eldurinn í dag, á þriðju hæð hússins er Íslensk tónverkamiðstöð til húsa, þar sem langstærsta safn íslenskrar tónlistar á nótum er geymt.

Staðan er þannig að auðvitað liggur safnið að vissu leyti undir skemmdum, raka- og sót, það náðist að bjarga glænýju öryggisafriti af skönnuninni en það á samt eftir að skanna um 3000 verk. Sjáum fram á að vera að skanna pappír sem hefur orðið rakur, því þó það hafi tekist að breiða yfir allt dótið smýgur rakinn og sótið um allt, að ég tali nú ekki um reykjarlyktina.

Framkvæmdastjóri hringdi strax í mig, sem stjórnarformann og svo formann Tónskáldafélagsins og við komum eins og skot, ég sleppti krökkunum í Listaháskólanum úr síðasta tímanum. Umferðaröngþveiti var í Síðumúla þannig að ég lagði bara hjá einhverju fyrirtæki og hljóp á staðinn.

Framkvæmdastjóri fékk að fara inn í hús og gat sótt öryggisafritið sem hafði verið í gangi alveg fram yfir bruna – rafmagnið hafði ekki verið tekið af öllu húsinu – ásamt öðrum afritsdiski og einni fartölvu. Svo þarf náttúrlega að þrífa og þurrka, einhver verður væntanlega þarna í alla nótt, ekki má hætta á að það komi pollur einhvers staðar á vondan stað.

Auglýsingar

10 Responses to “úff, ljóta ruglið”


 1. 1 baun 2009-03-10 kl. 20:22

  æææ, hrikalegt er að heyra þetta.

 2. 2 parisardaman 2009-03-10 kl. 20:29

  Vá. Vona að þetta bjargist, engin smá menningarverðmæti.

 3. 3 Meinhornið 2009-03-10 kl. 20:31

  Uss og svei! Vona að það náist að bjarga þessu öllu.

 4. 4 Hafdís 2009-03-10 kl. 21:32

  ÚFFÚFFÚFFÚFFÚFFFF!

  Ég var ekki búin að frétta þetta. Ji, ég vona að þið náið að bjarga sem mestu, ég krossa fingur fyrir ykkur!

 5. 5 vinur 2009-03-10 kl. 22:40

  Þetta er skelfilegt, en vonandi hefur ekki mikið tapast eða skemmst. Ég krossa fingur. Kv. Gulla Hestnes

 6. 6 Syngibjörg 2009-03-11 kl. 00:10

  þetta er nú ljóta ástandið…..sá smá um þetta í 10 fréttum áðan og varð fegin þegar það var ljóst að það var hægt að bjarga nánast öllu. Ómetanlegru arfur sem er þarna.

 7. 9 Svanfríður 2009-03-11 kl. 13:19

  Þetta var rosalegt að lesa-en hefurðu fréttir eftir nóttina? Er í lagi með allar nótur?

  • 10 hildigunnur 2009-03-11 kl. 13:29

   Já, það er komið fólk í að taka saman kassana og pakka þeim, væntanlega verður farið með þetta út á Suðurnes og hreinsað þar í fyrirtæki sem sérhæfir sig í skjalavörslu. Þau fara í að þurrka, hreinsa og skanna, við vorum tryggð fyrir svona. Miðstöðin verður að flytja, húsnæðið er svo til ónýtt og tryggingafélagið segist ekki tryggja meira þarna.

   Það er hellingur af raka og sóti, það verður að galopna alla kassa til að nóturnar byrji ekki bara að mygla. Ekki sérlega fallegt ástand.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: