það sem átti að vera

saklaust rölt niður í bæ til að kjósa í forvali VG og skrepp í Brynju varð að innkaupaferð, duttum inn í antikbúðina hér á horni Grettisgötu og Klapparstígs og keyptum eitt stykki ljósakrónu fyrir borðstofuna, takk fyrir. Flotta fjögurra arma krónu, passar talsvert betur hér inn en gamla ljóta plastkrónan – sem okkur þótti reyndar flott þegar við keyptum hana úti í Danmörku. Passaði bara engan veginn hér inn.

Jón Lárus er í augnablikinu að hengja nýju gömlu krónuna upp. Myndir síðar.

Já og svo kaus ég 7 konur og 3 karla í forvalinu. Tvo af körlunum í fimmta sæti. Það er ótrúlega mikið af flottum konum á listanum.

7 Responses to “það sem átti að vera”


 1. 1 Þorbjörn 2009-03-7 kl. 17:49

  Hér er líka beðið og vonað að konur komist að hjá samfylkingunni. Það þarf fleiri konur.

 2. 2 Gurrí 2009-03-7 kl. 18:09

  Flott hjá þér … forvalið og ljósakrónan!

 3. 3 Þorbjörn 2009-03-7 kl. 18:10

  Jæja, Jónína Rós, kennari við ME lenti í þriðja sæti. Það er nú bara þokkalegt.

 4. 4 Jón Lárus 2009-03-7 kl. 18:28

  Stórhættulegt að rölta svona niður í bæ.

 5. 5 baun 2009-03-7 kl. 19:34

  noh, gott hjá ykkur.

 6. 6 Svala 2009-03-7 kl. 22:31

  Mér finnst þriðja sætið reyndar ekkert spes, og Jónína Rós hefði lent í fjórða sæti ef ekki hefði komið til kynjakvóti.

  En flott ljósakróna. Ég á svipaða, reyndar með fimm örmum sem ég hef átt í ein tíu ár.


 1. 1 Rann á okkur « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2009-03-7 kl. 19:46

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,945 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: