peelögg!

Á sunnudaginn kemur, þann 8. mars verða haldnir ógurlegir kvennatónleikar í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan fimm (17:00)

Á efnisskrá eingöngu verk eftir konur, flutt af konum. Karlar þó að sjálfsögðu velkomnir að koma og hlusta (áður en við verðum skotnar í kaf er örugglega hægt að benda á ansi marga hliðstæða tónleika þar sem kynin eru í öfugu hlutfalli – enda ekki skrítið miðað við hlutfall kvenna og karla í tónsmíðum gegn um aldirnar).

Efnisskrá hér, gessovel:

Jórunn Viðar: Íslensk svíta
(1918) fyrir fiðlu og píanó

Anna Þorvaldsdóttir: Auðir bíða vegirnir
(1977) fyrir sópran, fiðlu og píanó

Hildigunnur Rúnarsdóttir: Píanótríó
(1964) fyrir fiðlu, selló og píanó

Þuríður Jónsdóttir: Epithalamion
(1967) fyrir sópran, flautu og píanó

Karólína Eiríksdóttir: Renku
(1951) fyrir klarínettu, fiðlu, selló og píanó

—– HLÉ —–

Bára Grímsdóttir: Dance suite for Matti
(1960) fyrir einleiks fiðlu

Þóra Marteinsdóttir: Brotabrot (frumflutningur á Íslandi)
(1978) fyrir klarínettu, fiðlu, píanó

Elín Gunnlaugsdóttir: Im dunklen Spiegel
(1965) fyrir sópran, enskt horn, fiðlu,
víólu og selló

Mist Þorkelsdóttir: Transfiguration (frumflutningur á Íslandi)
(1960) fyrir klarínettu, fiðlu og píanó

Eins og sést er talsverður aldursmunur á tónskáldunum. Verður forvitnilegt að heyra þróunina.

Kaffistofa Þjóðmenningarhúss verður opin og fólk hvatt til að fá sér kaffibolla og meððí í hléi – eða jafnvel á meðan, þetta verða langir tónleikar og alveg sjálfsagt að koma bara fyrir part af þeim, lauma sér inn eða út í klappi og róti milli verka.

Auglýsingar

1 Response to “peelögg!”


  1. 1 Hafdís 2009-03-7 kl. 16:07

    Æ, það hefði verið gaman að sjá og heyra þetta…jæja, ég get víst ekki verið alls staðar…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,078 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: