textinn við heimsósómann

kemur hér, lesið nú:

Heimsósómi
Hvað mun veröldin vilja
hún veltist um svo fast
að hennar hjólið snýr?
Skepnan tekur að skilja
að skapleg setning brast,
og gamlan farveg flýr;
(og) hamingjan vendir hjóli niðr til jarðar,
háfur eru til einskis vansa sparðar,
leggst í spenning lönd og gull og garðar
en gætt er síður hins, er meira varðar.

Þung er þessi plága,
er þýtur út í lönd
sárt er að segja‘ í frá,
millum frænda og mága
magnast stríð og klönd,
klagar hver mest er má;
á vorum dögum er veröld í hörðu reiki,
varla er undur, þó að skepnan skeiki,
sturlan heims er eigi létt í leiki,
lögmál bindr, en leysir peningrinn bleiki.
_ _ _

Hvert skal lýðurinn lúta?
Lögin kann enginn fá,
nema baugum býti til;
tekst inn tollr og múta,
taka þeir klausu þá,
sem hinum er helst í vil.
Vesöl og snauð er veröld af þessu klandri,
völdin efla flokkadrátt í landi,
harka málin hyljast mold og sandi, –
hamingjan banni, að þetta óhóf standi.
_ _ _

Svo eru ágjörn augu
auðugs manns og brjóst
sem grimmt helvítis gin,
dofin sem drukkin í laugu
draga til leynt og ljóst
auð, sinn æðsta vin,
æ því heldr sem hann hefur góssið meira
heit ágirndin þyrst er á enn fleira,
líkt sem sandur, sjór eðr sprungin leira,
sá eg ei nær að honum skuli allvel eira.
_ _ _

Þú ert á þessu móti
þvílíkt líf og sál,
sem skilst við heiminn hér,
þú ert ei gjörðr af grjóti
og getr ei klæðst með stál,
þú flytr ei fé með þér,
tak nú vara þér, tími er aftur að venda,
túlka ber þér fram í veginn að senda.
Herra Jesús láti oss lukku henda,
lífið gott og langt, en bestan enda.

Auglýsingar

1 Response to “textinn við heimsósómann”


  1. 1 vinur 2009-03-4 kl. 22:38

    Þetta var mikil lesning, og Bára er flott. Kv. Gulla Hestnes


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,078 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: