hann Toggi Ljótihálfviti

með meiru, benti mér á ansi góða grein um svona snobb eins og ég var að tala um um daginn í sambandi við Harry Potter. Grein þar sem ekki síðri menningarviti en Nick Hornby skýtur niður svona sjálfskipaða hrokagikki. Góður.

Það er annars frekar hátt hlutfall Útsvarsfólks sem les síðuna mína, greinilega, ég fæ komment frá Gísla reglulega, held ég hafi örugglega fengið viðbrögð einhvern tímann hjá Páli Ásgeiri bróður hans, núna frá Togga og Pálma Óskars. Svo náttúrlega Þorbjörn bróðir og Gurrí, sem voru í liðum í fyrra. Einu sinni fékk ég líka komment frá keppanda úr Dalvíkurliðinu núna fyrir jól. Fleiri? Látið vita af ykkur 😉

Auglýsingar

8 Responses to “hann Toggi Ljótihálfviti”


 1. 1 Harpa J 2009-03-3 kl. 10:44

  Mjög góður.
  Fólk hefur misjafnan smekk, það er ekki flóknara en það og vinsælar bækur eru alls ekki endilega rusl.

 2. 2 Þórdís 2009-03-3 kl. 10:49

  Og vinsælar myndir sem fá verðlaun eru ekkert endilega góðar.

 3. 3 ella 2009-03-3 kl. 14:17

  Ég skal óðara láta þig vita ef ég kemst í Útsvarslið 🙂

 4. 4 hildigunnur 2009-03-3 kl. 14:40

  Þórdís, nákvæmlega – né bækur.

  Ella, endilega 😀

  Harpa, einmitt, smekkur er auðvitað þvílíkt misjafn, ég held reyndar að svona lið fari minnst eftir honum, frekar skjóti niður það sem þeir halda að sé menningarlegt og fínt að hata.

  Mér dettur ekki annað í hug en að halda því fram að ég sé haldin ákveðnum menntahroka – það er ég örugglega. En vona ég sé að mestu laus við snobbið…

 5. 5 EinarI 2009-03-4 kl. 08:32

  Nokk greinilegt að þú ert að verða helsta heimild Útsvarsliða! 🙂

 6. 6 hildigunnur 2009-03-4 kl. 08:34

  já, ég skil ómögulega hvers vegna ég er hvergi símavinur 😀

 7. 7 Toggi 2009-03-4 kl. 16:58

  Já, þú ert örugglega vænlegur símavinur. Svona tölvuóð og fróð 🙂

  Annars finnst mér að aukakeppni símavina hljóti að eiga að fylgja Útsvari.

  Hornby er klár og skemmtilegur. Hann bloggar reyndar frekar sjaldan, en í dag datt t.d. inn færsla um bækur og varnaðarorð um lesefnisráðleggingar.

  Honum til háðungar er því rétt að mæla með að fólk lesi hans bestu skáldsögu: A long way down, og hans bestu bók: 31 songs.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,062 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: