Tónleikar

fór á alveg hreint magnaða tónleika í gær, Kammerkór Norðurlands er klárlega einn af bestu kórum landsins, þrátt fyrir að æfa ekki reglulega, enda söngfólkið héðan og hvaðan af Norðurlandi og ekki alltaf auðvelt að keyra á milli á æfingar. Sérstaklega var ég gríðarhrifin af veika söngnum sem þau réðu vel við, ekki svo margir kórsöngvarar geta sungið svona fárveikt án þess að missa kraftinn. Til hamingju með tónleikana!

Sungu slatta af lögum, þar á meðal frumfluttu þau 3 lög, eitt af mínum, eitt eftir Ríkarð Örn Pálsson og svo þetta hér, eftir Báru Grímsdóttur. Kvæðið er Heimsósómi, gamalt kvæði, óþekktur höfundur, textinn ótrúlega samrýmanlegur ‘ástandinu í þjóðfélaginu’.

Kannski nenni ég að slá inn erindin þegar ég kem heim, þau eru snilld.

Auglýsingar

10 Responses to “Tónleikar”


 1. 1 Þorbjörn 2009-03-2 kl. 17:19

  Flott!

  Verst hvað þetta er langt í burtu frá mér, annars væri ég með í pakkanum.

 2. 2 hildigunnur 2009-03-2 kl. 17:23

  Hehe, Þorbjörn, það er sko ekki nokkur ástæða. Þau æfa í skorpum og bara þegar er hægt að ná saman liðinu – ekki auðvelt og þar af leiðandi ekki oft. Mér finnst þú ættir að tékka á málinu…

 3. 3 Lissy 2009-03-2 kl. 17:49

  I was just about to play this for my son, but it would not upload! Tre bummer!

 4. 4 Pálmi Óskarsson 2009-03-2 kl. 18:28

  Ég vil leyfa mér að tala fyrir hönd kórsins og þakka fyrir einstaklega falleg orð í okkar garð. Um leið skulu þér færðar þakkir fyrir þessi dásamlegu lög; þau hreinlega límast á tunguna á manni, og hausinn og hljómpípuna alla! Og þá getur tungan alls ekki verið treg á….
  Höfundur kvæðisins er raunar ekki algerlega óþekktur, hann er kallaður Skáld-Sveinn og var uppi á 15. öld (og þar með er vitneskja okkar um hann komin).
  Endilega hvettu Þorbjörn meira, ég kannski hringi í hann aftur!

  Kær kveðja,
  Pálmi Óskarsson
  tebassi (svo eru málaliðar í hópi bassa í Kammerkór Norðurlands nefndir; þeir sem sendir eru út á hinar ótryggu lendur hins hærra registurs – okkur sárvantar sumsé góðan tenór)

 5. 5 hildigunnur 2009-03-2 kl. 18:36

  Lissy, oh, irritating!

 6. 6 hildigunnur 2009-03-2 kl. 22:03

  Pálmi, takk takk 🙂

 7. 7 Pétur Garðarsson 2009-03-3 kl. 23:30

  Takk fyrir fallegu lögin þín. Mér þykir verst að hafa ekki vitað að um frumflutning var að ræða á „Grátur“. Mér þótti slæmt að geta ekki hitt þig á tónleikunum.
  Mér þætti vænt um ef þú hvettir bróður þinn til dáða með okkur.
  Það er ekki lengra að koma að austan en að koma frá Rvk eins og einn félagi okkar gerði um langan tíma.
  Endurtek þakkir og árnaðaróskir.
  Pétur, formaður KN.

 8. 8 Ásgeir Böðvarsson 2009-03-3 kl. 23:55

  Tek undir með félaga Pálma:
  Hjartans þakkir fyrir hlý orð og lögin þín, en þau eru frábær og höfum við félagar í Kammerkórnum fullan áhuga á að sækja áfram í þinn lagasjóð og annarra íslenskra tónskálda.
  Fagna einnig hjálp þinni við að veiða Þorbjörn bróður þinn í tenorinn til okkar – höfum alllengi haft augastað á honum og svo við höldum áfram að tala um hann í 3ju pers. – þá náttúrulega getum við Pálmi ábyrgst það að æfingar verði stundum færðar „austar í landið“. Hér er mikið í húfi fyrir bassana því við erum skíthræddir að vakna einn morguninn sem tenorar – og hver vill nú lenda í slíku?

  Kveðja – Ásgeir Böðvarsson (í Kammerkór Norðurlands)

 9. 9 hildigunnur 2009-03-4 kl. 00:09

  Sælir kórfélagar, mikið gaman að heyra frá ykkur. Mér að kenna að athuga ekki að segja þér frá því, Pétur, að ég hefði ekki heyrt Grát áður.

  Þorbjörn, ertu að lesa? 😉

  Bendi annars á að hún Helga mágkona er heldur betur liðtækur sópran, ef hægt er að bæta slíkum við…

 10. 10 Arnar 2009-03-4 kl. 13:18

  Smá innleg!
  Fór á tónleika með Kammerkór Norðurlands á laugardaginn hér á Akranesi. Tek undir fögur orð Hildigunnar varðandi kórinn. Frábær kór og efnisskráin einstaklega vel saman sett. Og ég mæli að sjálfsögðu með Þorbirni í tenórinn!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,069 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: