kvöld frá Gana

í kvöld var starfsmannateiti í LHÍ, tónlistar, leiklistar og dansdeildum (Sölvhólsgötugengið). Prinsessa frá Gana kom og eldaði fyrir okkur (sagði okkur sögu sína í lokin, frekar magnað), boðið upp á suðurafrísk vín og svo fjórréttaða máltíð.

Fyrsti réttur var steiktir gígantískir bananar, man ómögulega hvað þeir hétu, ásamt jarðhnetum, bara venjulegum söltuðum. Ljómandi gott, frekar þurrt kannski, væntanlega til þess ætlað að setja smá líningu inn á magann. Fyrir næsta rétt sko.

Sá var fjórþættur. Hrísgrjón og svartbaunir, baunirnar væntanlega stappaðar eða maukaðar, kom út eins og dökkt þykkt hrísgrjónajukk. Fínt. Kjúklingaleggir, mjög góðir, frekar venjulegir. Tvenns konar sósa með, önnur fiskisósa, með rækjum og þurrkuðum fiski, tómatbaseruð, get helst lýst henni eins og blöndu af ansjósum, saltfiski og harðfiski í tómat. Frábær sósa. Já, slatti af chili með. Seinni sósan var algerlega níðsterk (myndi giska á svona sjö á styrkleikaskalanum – kannski ýkjur) allir vessar fóru í fullan gang, okkur veitti ekki af servéttunum til að þurrka og snýta. Þeim sem kláruðu, þeas. Ég þurfti að fá mér aukaskammt af grjónabaunamaukinu til að geta klárað sósuskammtinn minn. Snilld.

Svo þriðji réttur, Fufu og súpa, ég skil ekki alveg hvernig á að borða þetta með puttunum, allavega ekki súpuna, sjálfsagt hægt að slafra í sig fúfúinu, svínakjötið ekkert mál en súpu? Ágætis matur en ég get nú samt ekki sagt að fúfú verði fljótlega á boðstólum hér.

Skemmtiatriði, tvær úr leiklistinni höfðu búið til vídjó um vinnustaðinn, talsvert hlegið, ágætt samt að ekki voru makar með, ég hef þurft að sitja í gegn um nógu mörg svona inside joke vídjó frá vinnustöðum til að vita að þetta er nákvæmlega það, inside joke. En ekkert að því, þarna var bara starfsfólk og þetta var bara mjög fyndið.


(mynd þrælstolið frá Alberti)

Eftirrétturinn samanstóð svo af fúfú og kjúklingasúpu…

En bráðskemmtilegt kvöld, takk Hildur, fyrir lán á afríkugallanum mínum, takk samstarfsfólk og takk kæri Ganíski kokkur – sem ég mundi rétt fyrir andartaki hvað hét en datt úr mér núna – og prinsessa sem settist að á kalda landinu í norðri, þó hér búum við nú reyndar ekki í snjóhúsum eins og var búið að hræða þig með.

Auglýsingar

2 Responses to “kvöld frá Gana”


  1. 1 Hófí - frú Mikkivefur 2009-02-22 kl. 11:46

    Hljómar vel :0) Ætli þetta hafi ekki verið það sem ég er eiginlega alveg viss um að heiti platanos, en ég fann á enska wikipedia sem Plantain http://en.wikipedia.org/wiki/Plantain ?

  2. 2 hildigunnur 2009-02-22 kl. 11:51

    Jú, nákvæmlega þetta 🙂 takk.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,069 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: