styttist í

bollusprengiösku, hmm eru þeir ekki óvenju seint í ár? En páskarnir eru bara um miðbik tímans sem þeir geta verið.

Eru þessir dagar ekki tengdir páskunum með einhverjum vikum fyrir framan – og er ég algerlega rugluð ef ég man ekki eftir þessum dögum nema í febrúar? Dragast þeir stundum fram í mars?

klóríhaus.

Auglýsingar

11 Responses to “styttist í”


 1. 1 Svala 2009-02-19 kl. 00:29

  Bolludagur er sjö vikum fyrir psáska, ef ég man rétt. Alla vega er tímasetning þessara daga fasttengd páskunum.

 2. 2 parisardaman 2009-02-19 kl. 07:00

  Eru þeir ekki 23., 24. og 25. febrúar?

 3. 3 Eyja 2009-02-19 kl. 08:40

  Fastan hefst á öskudag þ.a. jú, þessir dagar eru fasttengdir páskunum (er ekki fastan 40 dagar að sunnudögum undanskildum eða e-ð svoleiðis?). En jú, ég man eftir þessum dögum í byrjun mars.

 4. 4 beggi dot com 2009-02-19 kl. 11:14

  Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar og 10. mars, sem þýðir að öskudaggur getur verið 13 dögum seinna en hann er núna sem auðvitað tengist því beint að páskarnir geta verið mest 13 dögum seinna en núna (sbr http://beggi.com/blog/////index.php/2008/03/19/paskar).

  Ástæðan fyrir því að þér finnast þessir daga vera seint í ár er sennilega sú að páskarnir, og því upphaf lönguföstu, var óvenju snemma í fyrra. Getur raunar aðeins verið einum dag fyrr.

 5. 5 Harpa J 2009-02-19 kl. 11:26

  Ekki veit ég. Ég veit það eitt að ég VERÐ að klára búninginn um helgina!

 6. 6 hildigunnur 2009-02-19 kl. 11:30

  Nei nei, Beggi, mér finnast páskarnir ekkert svo seint, en einhvern veginn var orðið pikkfast í hausnum á mér að bollusprengiösku væri alltaf í febrúar 🙂

  Búningur, hrmm. Veit ekkert með stráksa, stelpurnar redda sér sjálfar.

 7. 7 Svanfríður 2009-02-19 kl. 14:07

  Það er þorrablót hjá okkur í Íslendingafélaginu núna á laugardaginn og munum við gefa könunum tækifæri á að gæða sér á bollum:) Ég býst einhvernveginn við að þeir munu taka þær fram en þorramatinn sjálfan:)

 8. 8 beggi dot com 2009-02-19 kl. 15:29

  Nú er ákaflega freistandi að vitna ĺ HKL.

 9. 9 hildigunnur 2009-02-19 kl. 21:44

  ókei, I’ll bite.

 10. 10 beggi dot com 2009-02-19 kl. 22:36

  Garðar Hólm í Brekkukotsannál: ,,Þar skjöplast kellíngunni,…“

  Tíhí


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: