Ég hef verið algerlega ósammála þeim sem segja að við höfum ekki efni á að halda uppi lista- og menningarlífi hér, því ef allt slíkt leggst á hliðina þá er nú ekki mikið eftir fyrir okkur, það væru allavega verulega mikið auknar líkur á fólksflótta úr landi. Segi þetta ekki eingöngu vegna þess að ég lifi og hrærist í þessum geira. Það verður að vera eitthvað annað og meira en bara brauðstritið.
Við vorum um tíma hrædd um að nú myndi fólk spara við sig og taka börnin út úr tónlistarskólum, en biðlistar virðast bara vera lengri en áður, að minnsta kosti í Suzuki, bendir til þess að fólk sé að sjá hvar hin raunverulegu gildi liggja og svo auðvitað að láta ekki börnin gjalda ástandsins.
0 Responses to “sko”