áróðursmaskínan

fékk þetta bréf áðan, sjálfsagt að birta:

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að áróðursvél Sjálfstæðisflokksins var formlega ræst tveim mínútum eftir stjórnarslit þegar að Geir hvað upp þann dóm að Samfylkingin væri í tætlum. Flestir hafa eflaust átt von á að vélin færi í gang og mundi malla á sambærilegum snúning og þekkst hefur en sennilega áttu fæstir von á hversu hatrammlega henni er teflt fram.

Hæfileika Sjálfstæðisflokksins til þess að endurskrifa söguna sér í hag þekkja allir. Þar fer saman sannleikur í bland við lygi sem skilar svo tilætlaðri niðurstöðu. Er þessi aðferð vel þekkt út um allan heim og hefur viðgengist í þúsundir ára.

En hversvegna er vélin á svo miklum snúning eins og raun ber vitni? Ástæðan er afar einföld. Sjálfstæðisflokkurinn sér fram á að missa öll völd í samfélagi sem þeir hafa meira og minna stýrt í 50 ár. Það er þessi valdamissir sem þeir geta ekki sætt sig við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið sér upp valdmannakerfi sem er vel dreift í allar stofnanir þjóðfélagsins, svo vel að jafnvel eftir að þeir missa völdin formlega þá haldi þeir hluta þeirra á bakvið tjöldin. Þetta hefur berlega komið í ljós með opinberum ummælum embættismanna sem hliðhollir eru sínum flokki. Valdhroka Sjálfstæðismanna virðast ekki vera nein takmörk sett.

Með hroka og yfirlæti tjá þeir lýðnum að þeir viti best hvað hentar fólkinu í landinu. Ofurtrú þeirra á eigin ágæti dylst engum. Þrátt fyrir að Ísland sé tæknilega gjaldþrota halda þeir áfram og boða meira af því sama. Orkulindir og sjávarútvegur okkar eru þau hálmstrá sem þeir halda í og segja að sé grunnstoðir sem munu ná okkur út úr núverandi aðstæðum með þeirra hjálp. Þeir segja hinsvegar ekkert um það að þessar tvær greinar eru í raun tæknilega gjaldþrota og geta ekki skapað nokkrar tekjur næstu 10 árin. Grunnstoðirnar eru það yfirveðsettar að það er óljóst hver á þær í dag þ.e. Íslendingar eða útlendingar.

Eina mögulega mótvægið við þessar gjaldþrota hugmyndafræði er búsáhaldabyltingin. Hefur hún nú tekið sér frí frá mótmælum til þess að gefa núverandi valdhöfum möguleika á að leiðrétta stöðuna. Það er hinsvegar algjörlega óljóst hvort að það náist. Sá kostur sem fólk virðist binda hvað mestar vonir við er Stjórnlagaþing en Sjálfstæðisflokkurinn er á móti þeim hugmyndum að öllu leiti og munu þeir beita sér hatrammlega gegn þeim.

Það er því skylda allra áhugamanna um hávær búsáhöld að mótmæla kröftuglega við landsfund Sjálfstæðisflokksins þann 26. – 29. mars í Laugardalshöll.

Auglýsingar

0 Responses to “áróðursmaskínan”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,069 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: