bréf sem þarf að dreifa sem víðast

„Fyrir hönd ALMA, sem eru áhugasamtök um mannréttindi stofnuð 1995, vil ég mótmæla því í nafni lýðræðis og tjáningafrelsis að lögregluþjónar fari nú á milli félagsmiðstöðva unglinga sérstaklega til að ófrægja mótmælendur almennt og einstaka hópa þeirra, svo sem anarkista.
Því miður höfum við beinar sannanir fyrir því að lögreglan hefur vísvitandi, eða óviljandi en án þess að leiðrétta sig seinna, farið með bein ósannindi um mótmælin og mótmælendur í fjölmiðlum.
Steininn tekur þó úr nú þegar lögreglan fer á milli félagsmiðstöðva unglinga og ber róg á tiltekna hópa mótmælenda og mótmælendur í heild, róg sem í senn er svívirðilegur og rammpólitískur.
Með þessum orðum er þó ekki verið að gera lítið úr einstökum atvikum liðinna vikna, en lögreglan má heldur alls ekki gera lítið úr reynslu, upplifun og sárum mótmælenda.
Þá er ótækt að lögreglan hræði unga fólkið til að gefa frá sér réttinn til tjáningafrelsis, með því að segja þá „samseka“ t.t. hópum mótmælenda séu þau viðstödd mótmæli. Það er svo í sama dúr sem nokkrum sinnum hefur heyrst frá lögreglunni undanfarið að þeir sem mótmæltu geti sjálfum sér um kennt „að verða fyrir lögreglunni“ hafi þeim hefur verið hrint, þeir barðir kylfum eða „gasaðir“ af lögreglu.
ALMA krefst þess að lögreglan segi ávallt satt og rétt frá í hvívetna um allt sem hún tjáir sig um og varðar annað fólk, einstaklinga eða hópa, og verði þeir sem tjá sig fyrir hennar hönd sannir að rógi og ósannindum um skilgreinda hópa fólks eða einstaklinga, mótmælendur eða aðra, skuli þeir látnir sæta tafarlausri ábyrgð.
ALMA krefst þess að áróðurs- og rógsherferð lögreglu gegn mótmælendum verði stöðvuð án tafar og þó sérstaklega sú sem rekin er gagnvart unglingum.
Margir unglinga sem setið hafa undir rógi lögreglu eiga foreldra, systkini, frændfólk og/eða vini sem tóku þátt í mótmælunum sem tjáningaformi í frjálsu lýðræðisþjóðfélagi. Lögreglan getur ekki leyft sér að staðhæfa glæpsamlegan ásetning um mótmælendur eða skilgreinda hópa þeirra. – Það er brot á hinum ýmsu grundvallar mannréttindum og mun verða fylgt eftir sem slíkum ef ekki verður lát á.
Þá áskilur ALMA sér, sem hlutlaus mannréttindasamtök, að fá til liðs við sig fulltrúa mótmælenda og fá með þeim að hitta unglingana á sama vettvangi til að þeir sem lögreglan hefur rægt þar geti sjálfir greint unglingum félagsmiðstöðvanna frá reynslu sinni og sjónarmiðum á sama vettvangi.“
Virðingarfyllst fyrir hönd Alma
Helgi Jóhann Hauksson, formaður

Auglýsingar

2 Responses to “bréf sem þarf að dreifa sem víðast”


  1. 1 Eyja 2009-02-4 kl. 17:19

    Ef það er satt að lögreglan standi í þessu þá er það auðvitað hið versta mál og nokkuð sem ber að gagnrýna og sporna gegn að haldi áfram. Mér finnst hins vegar afar óþægilegt að ég finn ekkert á netinu um samtökin sem eru skrifuð fyrir bréfinu og eins hef ég hvergi orðið vör við fréttir um að þetta hafi átt sér stað. Getur einhver bent mér á frekari upplýsingar um málið? Í hvaða skólum hefur þetta gerst?

  2. 2 hildigunnur 2009-02-4 kl. 18:02

    já, þú segir nokkuð. Hmm, tékkast.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,768 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: