vínraunir

Eftir tónleikana á morgun er stefnt á smá glasalyftingar fyrir kór og hljómsveit og einhverja maka, væntanlega. Ekkert stórt, við Væla vorum búnar að ákveða að kaupa bara 3 beljur, tvær rauðar og eina hvíta, ég með uppástungu að rauðu og hún hvítu.

Hún er í fundastússi í allan dag þannig að ég tek að mér að fara í ríkið.

Fyrir tónleikana hennar Freyju áðan komum við bóndinn síðan við í ríkinu í Borgartúni. Þar var til rauðvínið en ekki það hvíta. Sendi Vælu sms um hvort hún vilji endilega þetta eða hvort ég eigi að kaupa bara eitthvað annað. Svar berst ekki alveg strax, þannig að við bara ákveðum að drífa okkur á tónleikana, klukkan alveg að verða tvö.

Svo kom auðvitað svarið um að ég eigi bara að velja eitthvað annað, láta bara sérfræðinga vínbúðar stinga upp á einhverju góðu.

Nújæja, eftir tónleika höfum við alveg smá tíma þannig að við skjótumst inn í Skútuvog til að kaupa hvítvínið sem stungið hafði verið upp á. Ekki málið.

Þaðan komin og á leið heim hringi ég í organistann, honum finnst þetta nú ansi lítið fyrir svona stóran hóp. Alltílæ, ég sendi Vælu annað sms og við bóndinn skjótumst aftur í Borgartún og kaupum eina rauða í viðbót. Þegar við komum út í bíl lít ég á símann og þar er náttúrlega enn eitt sms. Ókei, kauptu þá eina hvíta til.

Við inn og fáum að skipta yfir í hvíta. Heldur dýrari.

Þannig að nú verð ég að útskýra fyrir gjaldkeranum hvers vegna vínkvittanirnar eru 4…

Auglýsingar

7 Responses to “vínraunir”


 1. 1 vælan 2009-01-31 kl. 16:49

  hahahaha eins og heyrist þá er ég með alveg hreint gífurlega mikla einbeitingu á þessum fundi 😀

  (neinei þetta var nú mestallt í pásunni sosum..)

 2. 2 hildigunnur 2009-01-31 kl. 17:12

  amm, einmitt, þess vegna komu jú svörin ekki strax…

 3. 3 maggi 2009-01-31 kl. 18:19

  Ég tek undir með kollega mínum, virkar frekar lítið fyrir svona stóran hóp. Ég meina…. ein rauð belja fyrir mig, ein hvít fyrir Steina og bara ein rauð belja fyrir alla hina… kommm on!

 4. 4 hildigunnur 2009-01-31 kl. 18:54

  tíhí, byttur getið þið verið 😀

 5. 5 Gulla Hestnes 2009-01-31 kl. 22:20

  Þetta sándar í stórfyllerí! Gangi ykkur vel.

 6. 6 vælan 2009-01-31 kl. 23:53

  niiii þó þær séu fjórar beljurnar þá er það ekkert svakavaka oní 50 manns 🙂

 7. 7 hildigunnur 2009-02-1 kl. 00:41

  uss, jú, feikinóg, það er sunnudagskvöld, fullt af fólki á bíl, annað sem drekkur lítið sem ekkert, ég hef ekki stórar áhyggjur 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: