sushi

Það lá við að við vinirnir frestuðum löngu planaðri sushigerð og -áti í dag, þar sem vonir stóðu til að stjórnin félli. Held nú ekki að hún standi enn vegna þess að við hættum ekki við, en allavega var hér föndrað með fisk og söl og hrísgrjón og grænmeti í dag, liðið nýfarið og við alsæl eftir snilldar dag og kvöld.

Stjórnin getur bara fallið á morgun…

16 Responses to “sushi”


 1. 1 Jón Lárus 2009-01-25 kl. 21:45

  Sorgarböndin á nigiriunum eru vegna þess að stjórnin er ekki ennþá fallin.

 2. 2 Eddi 2009-01-25 kl. 21:48

  úh úh me wants!

 3. 3 vælan 2009-01-25 kl. 21:50

  NAMM!!!! ÖÖÖFUND!!!

 4. 4 baun 2009-01-25 kl. 21:57

  vá! rosalega er þetta fallegt sushi.

 5. 6 Meinhornið 2009-01-25 kl. 22:07

  Ah hvað þetta var gott!

  *roooop*

  Fellum stjórnina eftir helgi…

 6. 7 Syngibjörg 2009-01-25 kl. 22:36

  Glæsilegt og girnilegt.

 7. 8 Eyja 2009-01-25 kl. 22:36

  Gátuð þið ekki reynt að ginna restina af ríkisstjórninni til að segja af sér gegn boði í sushi til ykkar? Alveg mundi ég segja af mér fyrir svona fínheit.

 8. 9 Þorbjörn 2009-01-25 kl. 22:46

  Ógeðslega girnilegt!

 9. 10 ella 2009-01-25 kl. 23:38

  Kannski söl séu eina orðið sem ég þekki og skil í þessu samhengi.

 10. 11 hildigunnur 2009-01-25 kl. 23:41

  Ella, þú ættir nú að skilja fiskur og hrísgrjón…

 11. 13 ella 2009-01-26 kl. 01:57

  Jú vissulega, en fiskur er tel ég í þessu tilviki samheiti yfir ótalmargt sem er kallað útlenskum nöfnum í þessari matargerð. Ég er ekki rosa klár í að borða á útlensku en ég kann að borða söl og krækling beint úr fjörunni 🙂

 12. 14 Veiga 2009-01-26 kl. 10:57

  Rosalega girnilegt!

 13. 15 hildigunnur 2009-01-26 kl. 11:29

  Fiskur – túnfiskur, villilax, humar, hörpuskel, rækjur.

  Hins vegar var hitt og þetta notað þarna sem ég kann ekki mikil skil á. Voða þægilegt að hafa matarboð þar sem gestirnir koma með nánast allan matinn með sér 😀


 1. 1 sushiklaufar « tölvuóða tónskáldið Bakvísun við 2009-12-13 kl. 20:00

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: