mér sýnist

að stjórnin ætli að koma sér undan því að leysa sjálfa sig upp í bili með því að boða kosningar í vor eða haust, en ætli sér að sitja þangað til (og væntanlega ekki hnika til í seðlabönkum og fjármálaeftirlitum)

Sorrí, það dugar ekki til. Mótmæli halda áfram þar til stjórnin fellur og við fáum utanþingsstjórn eða þjóðstjórn. Takkfyrir.

Auglýsingar

4 Responses to “mér sýnist”


 1. 1 Svala 2009-01-23 kl. 10:29

  Það er nákvæmlega enginn tilgangur með því að mynda einhverja stjórn í þrjá mánuði, sem mun ekki gera neitt. Stjórnmálafræðingar sem ræddu um þetta í Kastljósinu í vikunni voru sammála um það að ráherrar sem settir væru í embætti í svo skamman tíma myndu aðeins verma stólana.

 2. 2 hildigunnur 2009-01-23 kl. 10:40

  ójú, tilgangurinn er fyrst og fremst að koma liðinu frá með skít og skömm. Það skiptir bara hellings máli. Mættu vera skuggaráðuneyti eða ýmislegt í stöðunni.

 3. 3 Sigga Magg 2009-01-23 kl. 10:52

  Alveg sammála þér, Hildigunnur. Það skiptir mestu máli að stjórnin hrökklist loksins frá, skömm hennar er mikil. En svo dugar auðvitað ekki að velta bara henni úr sessi. Hvað með Fjármálaeftirlitið og þann sem situr í Seðlabankanum? Hans sök er auðvitað mest.

 4. 4 hildigunnur 2009-01-23 kl. 11:28

  nei, ég væri næstum því til að leyfa þeim að sitja fram á vor ef það yrði hreinsað tafarlaust til í þessum stofnunum. En sér einhver móta fyrir slíkum áformum? Ekki ég.

  Mætti líka endurreisa Þjóðhagsstofnun…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: