ræni

beint frá Gunnari:

Hvar eruð þið?

Hvar eru þessar tugþúsundir sem eru í viðráðanlegri fjarlægð, við sæmilega heilsu og ættu að mæta á Austurvöll klukkan 15 á laugardögum og tjá óánægju sína með nærveru sinni þar? Eruð þið í Kringlunni eða Smáralind? Heima að horfa á enska boltann eða þrífa? Í sundi eða húsdýragarðinum? Hvar eruð þið?

Hvernig réttlætið þið það, að láta okkur hin – par þúsund manns eða svo – heyja baráttuna fyrir ykkur? Hvað gerir ykkur svo sérstök að þið séuð undanþegin því að taka þátt í að berjast fyrir framtíð ykkar sjálfra, barnanna ykkar og barnabarnanna?

Hvar verður þú á eftir?

Auglýsingar

4 Responses to “ræni”


 1. 1 Eyja 2009-01-17 kl. 18:25

  Næst þegar einhver segir við mig „Mér finnst þessi mótmæli bara ekki alveg vera að virka fyrir mig“ og gefur svo upp þá meginástæðu að Hörður Torfa sé ekki fullkominn eða að það sé svo hallærislegt að standa og mótmæla…næst þegar einhver segir þetta við mig, þá ætla ég að æla í fangið á viðkomandi. Heldur þetta lið að mér finnist *gaman* að standa á Austurvelli í alls konar veðri, hlusta á misleiðinlegar ræður og færa mig til í hvert skipti sem einhver í námunda við mig kveikir sér í sígarettu?

 2. 2 HT 2009-01-17 kl. 20:11

  Ég spurði mann í dag sem fór að reykja vindmegin við mig hvernig honum litist á að ég migi á skálmina hjá honum. Hann drap í með hraði.
  Annars er ég þér sammála, ég fer reyndar á Austurvöll laugardag eftir laugardag þrátt fyrir Hörð, frekar en vegna hans. En ég mæti. Annað er einfaldlega ekki valkostur.

 3. 3 hildigunnur 2009-01-17 kl. 20:22

  Eyja og HT, náákvæmlega! HT, góður með reykingagaurinn, ég flúði einmitt nokkra slíka í dag þar sem ég kom – aðeins seint – og var að leita að Jóni Lárusi, með steindauðan síma.

 4. 4 hildigunnur 2009-01-17 kl. 20:27

  og já, þrátt fyrir Hörð, ekki vegna hans…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,768 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: