í vídjótökuvél um daginn, þegar vídjófídusinn á myndavélinni minni bilaði, efast um að það svari kostnaði að gera við hann og ég var hvort sem er hundpirruð á honum þar sem hann tekur bara 3 mínútur, ekki hægt að stilla á lengra myndskeið.
Komst að því þegar ég kom heim að það gæti verið bögg að samhæfa vélina makkanum, hvað er með að hafa ekki hugbúnað fyrir hvorttveggja með svona vélum? Fann væntanlega út úr því, hægt að hlaða niður plástri til að láta iMovie lesa merkin frá vélinni.
Ætlaði svo að reyna þetta í dag en þá þarf að tengja græjuna framhjá batteríi í gegn um hleðslutækið til að hlaða inn á tölvu og ekki nóg með það heldur þarf batteríið að vera í hleðslutækinu að ég best sjái. Og ég vil láta batteríið klárast áður en ég hleð það.
Skilur þetta annars einhver?
Sem sagt, þó ég viti að þið bíðið öll með öndina í hálsinum eftir myndum frá tónleikunum hennar Fífu í dag – það verður því miður að bíða smá ennþá…
*afsakið að ég skuli nota þetta ljóta orð.
Ég er ekkert rosalega sjóaður í rafhlöðufræðum en ég held það þurfi ekki að tæma nýlegar rafhlöður áður þær eru hlaðnar aftur.
Matti, jú í fyrstu skiptin er það alltaf plús, einu sinni eða tvisvar, en ekki eftir það. Þetta var tekið fram þegar við keyptum þessa græju – og allavega gerir það ekki til. Betra að vera on the safe side.
(batterí endast yfirleitt von úr viti hjá okkur, veit ekki hvort það er út af þessu…)
Ég er nokkuð viss um að þú getir tengt myndavélina batteríslausa og án þess að hafa batteríið í hleðslutækinu. Það get ég allavega með vélina sem Helga fékk í sumar.
neibb, ég reyndi, það kviknaði ekki á vélinni 😦 Hún verður að vera batteríslaus, þar sem tölvutengið er bak við batteríið. Hlýtur að ganga einhvern veginn, samt.
Þið eruð dásamlegir tölvunördar! Ýttu bara á play, og þá hlýtur ljósið að koma..haha. Gulla Hestnes