er að reyna

að púsla saman fréttatilkynningu á ensku, það er meira en að segja það, skal ég segja ykkur. Gúglandi fram og til baka hvernig vaninn er að orða slíkt. Held þetta sé samt að smella saman.

Svona til að byrja að plögga, þá er tilkynningin um tónleika sem Hljómeyki og Rinascente tónlistarhópurinn standa að, í Neskirkju þann fyrsta febrúar næstkomandi. Verðum með margnefnt Dixit Dominus eftir Händel, tvær kantötur í viðbót (sem kórinn er ekki með í). Kór, hljómsveit og einsöngvarar, lofa að enginn verður svikinn (hmm, spurning um að taka upp bút á lokaæfingu og henda á þúrörið?)

Semsagt, takið frá fyrsta febrúar, klukkan átta að kvöldi, miðinn kostar 3500 kall (3000 í forsölu hjá okkur og væntanlega í 12 tónum).

6 Responses to “er að reyna”


 1. 1 Kristján 2009-01-16 kl. 03:14

  Vil 2 miða sem fremst, hvar sæki ég miða og borga?

 2. 2 hildigunnur 2009-01-16 kl. 08:21

  Miðar verða væntanlega í 12 tónum eftir helgi, reyndar eru ekki merkt sæti í Neskirkju þannig að ef þú vilt sitja framarlega þá bara mæta tímanlega. Vertu velkominn 🙂

 3. 3 parisardaman 2009-01-16 kl. 08:27

  Ertu að gefa það í skyn að við séum ekki öll tvítyngd? Að öllu gamni slepptu þá hef ég komist að því að ég er gersamlega óskrifandi á ensku.

 4. 4 Þórdís 2009-01-16 kl. 08:42

  Ég held að við gerum dálítið miklar kröfur til okkar (sem er stundum ágætt). Ég veit um fullt af ágætlega mæltum Íslendingum sem gætu ekki skrifað fréttatilkynningu á móðurmálinu þótt líf lægi við 🙂

 5. 5 hildigunnur 2009-01-16 kl. 09:11

  Þórdís, haha, það er víst alveg hreina satt 😀

  París, ég er alveg þokkaleg í ensku, bæði að tala og skrifa, þó ég hafi aldrei búið í enskumælandi landi, en það er þetta með hvernig svonalagað er orðað, venjulega og sannfærandi.

  Skelli þessu á ensku síðuna mína þegar það er tilbúið.

 6. 6 parisardaman 2009-01-16 kl. 10:28

  Ég er líka alveg ágæt í ensku og hefði ekki trúað því hvað erfitt er að skrifa ensku fyrr en ég prófaði það sjálf. Líklega hittir Þórdís naglann á höfuðið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,945 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: