kemur gersamlega á óvart

eða kannski ekki.

En það var ekki öll þjóðin siðrofin. Ekki nálægt því, þó efnishyggjan hafi reyndar teygt sig ansi víða.

Auglýsingar

4 Responses to “kemur gersamlega á óvart”


 1. 1 parisardaman 2009-01-13 kl. 17:29

  Þetta orð fer í taugarnar á mér.

 2. 2 hildigunnur 2009-01-13 kl. 17:36

  Siðrof? Ekki mér, nefnilega. Það hefur lengi verið talað um siðleysi (og þá helst í samhenginu að við trúleysingjar séum siðlausir). en mér finnst siðrof mjög gott nafn yfir það þegar ekkert er lengur orðið neins virði nema peningar og það er í fína lagi að nota nákvæmlega hvaða aðferð sem manni sýnist (tja, fyrir utan helst mannsmorð) til að útvega sér góssið.

  Þannig virðist þetta nefnilega hafa verið.

 3. 3 parisardaman 2009-01-14 kl. 07:14

  Já já. Ég heyrði það bara svo oft um jólin að það fór að fara í taugarnar á mér líkt og önnur svona orð sem einhver býr til og dreifir og allir nota óspart. Annars er ég alveg sammála því að eitthvað undarlegt gerðist, og ekki bara á Íslandi, og kannski er siðrof rétta orðið. En það var því miður ekki eingöngu í sambandi við peninga. Munum eftir fólki sem lenti í því að sveigt var frá þvi þegar það var í vandræðum á götunni eftir slys. Nokkur dæmi um það og ýmislegt fleira s.s. hortugheit og ókurteisi.
  Það má alveg kalla þetta siðrof mín vegna. Það er betra en „heimur versnandi fer“.

 4. 4 hildigunnur 2009-01-14 kl. 08:08

  Nýyrði eru fín, sérlega þegar þau smellpassa, finnst mér.

  Sammála um að þetta sé ekki bara um peninga, það er bara þetta: ‘Ég, ég, ég, mér er skítsama um aðra’. Hvort sem það er einmitt í formi ókurteisi eða að láta sig engu varða hvort fólk sé slasað eða í hættu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: