mikið rosalega

leiðist mér þungarokk.

Get ekkert að því gert, hef margreynt en það bara sker í mínar fínustu, sándið, þessar eilífu endurtekningar á frösum (veit þær eru sosum víðar), stráksi kom heim og vildi endilega sjá Run for the hills með Iron Maiden í einhverri SpongeBob klippingu á jútjúbinu. Renndum laginu í gegn og það hefði mátt vera svona 80% styttra til að ég þyldi það.

Sem betur fer þótti honum það ekkert sérlega skemmtilegt heldur, annars sæi ég fram á kvöl og pínu hér heima næstu árin…

Auglýsingar

14 Responses to “mikið rosalega”


 1. 1 Fríða 2009-01-9 kl. 16:39

  Sonur minn hlustar á þungarokk og hiphop. Held ég. 🙂 hann er nefnilega með þetta í æpoddinum og aðrir heyra ekkert hvað hann er að hlusta á. Mig grunar þetta bara svona út frá diskasafninu hans.

 2. 2 Gummi 2009-01-9 kl. 17:26

  Tékkaðu á Opeth: http://www.myspace.com/opeth
  Veit ekki hvort þú þolir þá, en oft skemmtilegar pælingar í gangi. Annars finnst mér Pantera alltaf skemmtilegust:)

 3. 3 hildigunnur 2009-01-9 kl. 18:48

  jamm, þarna eru alveg nokkur lög sem eru þolandi. Þó engan veginn öll.

  Fer helst ekki í þyngra sánd en Queen. Grates on my ears…

 4. 4 baun 2009-01-9 kl. 19:19

  ég mundi nú ekki í þínum sporum slá neinu föstu í sambandi við tónlistarsmekk Finns næstu árin. hann gæti nú aldeilis breyst…

  (tala af reynslu þar sem ég á tvo unglingsstráka)

 5. 5 hildigunnur 2009-01-9 kl. 19:27

  nei, það er náttúrlega ekkert höggvið í stein, en vonandi fæ ég smá frið eitthvað áfram – hann er náttúrlega bara átta ára 😀

 6. 6 baun 2009-01-9 kl. 19:48

  jamm, satt er það.

 7. 7 Þorbjörn 2009-01-9 kl. 19:58

  Já, Finnur skiptir eflaust yfir í dauðarokk áður en varir.

 8. 9 parisardaman 2009-01-9 kl. 23:02

  Ah, hressandi þungarokk getur nú alveg gert sig fyrir mér.

 9. 10 meinhornid 2009-01-10 kl. 23:08

  Ef ég þyrfti að sveifla hárinu og gretta mig ógurlega innan um blikkljós og reykvélar þá myndi ég vona að það væru einhverjir endurteknir frasar í verkinu 😉

 10. 11 Jón Heiðar 2009-01-11 kl. 12:19

  Hann er efnilegur strákurinn.

  Bentu honum á að hlusta á Muse.

 11. 12 hildigunnur 2009-01-11 kl. 12:24

  Jón Heiðar, humm, tjah 😀

  meinhorn akkúrat!

 12. 13 Hafdís 2009-01-12 kl. 08:27

  Ha? En ég las einhvern pistil um að klassík og þungarokk væri svo svipað:

  http://www.guardian.co.uk/music/tomserviceblog/2008/oct/31/heavy-metal-mozart-salzburg

  Hihihihi 😀

 13. 14 hildigunnur 2009-01-12 kl. 11:38

  hafdís, hehe jú, það er sosum ekkert að músíkinni per se, bara sándið sem skrapar innan á mér eyrun 😛


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,776 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: