Sarpur fyrir desember, 2008hugmynd

bara nokk góð, hér. Hverjir væru til?

jólaboð númer 4

var reyndar, að hinum ólöstuðum, skemmtilegast. Afmælið hans pabba. Í þetta skiptið var stórfjölskyldunni boðið, allir áttu að koma með hljóðfærin sín en reyndar vorum það bara við sem hlýddum, strengjakvartett mættur af Njálsgötunni. Spiluðum fyrir dansi kring um jólatréð ásamt unglingsfrænda, snillingi á píanó og horn og að semja. Finnur kláraði sig alveg á laglínunum, ég og Freyja spiluðum bassalínur í áttundum og Fífa raddaði. Ótrúlega skemmtilegt, ég legg til að þetta verði árlegt.

Já, og til hamingju, elsku pabbi minn, með afmælið…

5 jólaboð

á jafnmörgum dögum.

Eins og það er nú skemmtilegt í boðum (jámm, við eigum svo skemmtilegar fjölskyldur – og þetta er ekki háð) þá er þetta orðið ágætt í bili. Ekkert núna fyrr en á gamlárskvöld og það er hér heima…

biluð myndavél

mu, vídjófídusinn á myndavélinni minni er bilaður.

Mikið langar mig í vídjótökuvél.

Livvagterne

ætlum að horfa á þennan glænýja þátt, erum núna með DR. Má reyna að draga yngri unglinginn í að horfa, sú eldri er örugglega til.

Byrjar á nýársdag klukkan átta að dönskum tíma, sex hér þá væntanlega (hmm vonandi verða þættirnir ekki alltaf klukkan sex á fimmtudögum, frekar vonlaus tími).

mótmæli

jámm, mætum í dag eins og endranær.

Vonandi flykkist fólk í bæinn og lætur ekki hálfvita eins og þessa snift villa fyrir sér sjónir. (reyndar ansi gott svar hér)

unglingurinn

þurfti að hringja í mömmu sína úr kirkjunni í dag, þar sem ég þurfti að sækja hana snemma. Pabbi hennar svaraði símanum mínum: Hjá Hildigunni. Var einhver kliður Fífu megin, þannig að henni fannst hann endilega segja: Hjá Lögreglunni! Dauðbrá auðvitað. Ekki skánaði það þegar pabbinn sagði síðan: State your business…


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa