Sarpur fyrir 30. desember, 2008

bóndinn

er að útbúa desert fyrir annað kvöld, hér inni í eldhúsi, hvín í honum:

Það er aldeilis það hefur farið mikið af eggjum hér í dag, mætti halda að við hefðum verið í mótmælastöðu…

flugeldar

við Fífa fórum í skála Flugbjörgunarsveitarinnar að kaupa – stjörnuljós. Ætluðum að kaupa svona konfettiknöll líka, en brettið með þeim varð víst eftir á hafnarbakka í Kína. Ficusinn sleppur sem sagt við það í ár að vera pappírsstrimlaskreyttur og kisa étur ekki strimla í ár (hmm, ekki skyldi það vera þeirra vegna sem greyið fékk nýrnasteina?)

Verð að viðurkenna að mig langaði í Bankatertuna en ég tímdi ómögulega 24 þúsund kalli…


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa