gullplata

Í dag veittist mér sá heiður að afhenda gullplötur, diskurinn Íslensk þjóðlög, með Hamrahlíðarkórnum er reyndar löngu búinn að ná 5000 diska markinu (fer að skríða í platínu). Íslensk tónverkamiðstöð, hverrar ég er stjórnarformaður, dreif í því að fá viðurkenningu fyrir plötuna og við héldum upp á þetta í dag, kórnum var boðið og við afhentum tvö eintök (kórstjóri, frú Þorgerður og svo kórinn og skólinn, rektor MH tók við þeim diski). Einn eigum við sjálf í miðstöðinni.

Heiður og ánægja að fá að gera þetta.

6 Responses to “gullplata”


 1. 1 vinur 2008-12-29 kl. 23:14

  Þetta er heiður fyrir heiðursfólk. Jólakveðja í bæinn, og til hamingju með pabba þinn. Bið fyrir kveðju. Gulla Hestnes

 2. 2 Þorbjörn 2008-12-29 kl. 23:19

  Já og þú ert samt eina systkinið sem ert ekki á umræddri plötu. Fáum við ekki eintak af gullplötunni?

 3. 3 vælan 2008-12-30 kl. 00:35

  var það þjóðlagadiskurinn? ég hélt að þú værir að meina turtildúfuna.. jújú ég er þarna..

 4. 4 hildigunnur 2008-12-30 kl. 00:54

  jájá, sóló og allt!

  Klárt það var þjóðlagadiskurinn, ITM gaf ekki út turtildúfuna, engin íslensk músík þar…

  Þorbjörn, skal útvega ykkur aukaeintak af diskinum, NP, en gullplötuna – tjah 😛

  Gulla takk, og skila kveðjunni.

 5. 5 Svanfríður 2008-12-30 kl. 03:49

  Til hamingju með þetta-glæsilegt.

 6. 6 Þorbjörn 2008-12-30 kl. 08:04

  Takk Hildigunnur, sama og þegið. Á tvö eintök. Hvorugt úr gulli.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 371.493 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: