jæja, smá jólagjöf í formi úttektar fékk maður í Suzuki, örfáa þúsundkalla sem við máttum velja um hvort væru í formi Miðborgarkorts eða Kringlukorts einhvers.
Klárt ég valdi miðborgina, enda fer ég ekki í Kringluna nema í ítrustu neyð.
Maður þarf að virkja kortið á vefsíðu, ég ætlaði þangað núna, nema hvað, ég fékk svona kort í fyrra þannig að ég átti aðgang fyrir.
Með aðgangsorði
Sem ég auðvitað man ekki fyrir fimmeyring. Búin að prófa þau sem mér dettur í hug, ekkert virkar.
En á blessaðri síðunni er hvergi hnappurinn: Gleymt lykilorð, eða neitt álíka. Dæmigert. Og skrifstofa kortsins lokaði klukkan sex. Reyndar opið á morgun.
Hvað er með að hafa ekki svona hnapp? Hvernig á maður að muna lykilorð sem maður notar einu sinni á ári?
Beats me.
0 Responses to “miðborgarkortið”