Sarpur fyrir 19. desember, 2008

bloggarahittingur

Parísardaman er á landinu og ákveðið var að hittast í kaffi/te/kakó/hvítvín. Þangað komu Baun, Stjúpi, vélstýran, Þotustrikið, sá í brunninum, rithöfundurinn, við bóndinn og svo ein til sem er með læsta síðu.

Gríðarskemmtilegt, vonandi náum við svona aftur áður en daman fer aftur í stórborgina sína.

miðborgarkortið

jæja, smá jólagjöf í formi úttektar fékk maður í Suzuki, örfáa þúsundkalla sem við máttum velja um hvort væru í formi Miðborgarkorts eða Kringlukorts einhvers.

Klárt ég valdi miðborgina, enda fer ég ekki í Kringluna nema í ítrustu neyð.

Maður þarf að virkja kortið á vefsíðu, ég ætlaði þangað núna, nema hvað, ég fékk svona kort í fyrra þannig að ég átti aðgang fyrir.

Með aðgangsorði

Sem ég auðvitað man ekki fyrir fimmeyring. Búin að prófa þau sem mér dettur í hug, ekkert virkar.

En á blessaðri síðunni er hvergi hnappurinn: Gleymt lykilorð, eða neitt álíka. Dæmigert. Og skrifstofa kortsins lokaði klukkan sex. Reyndar opið á morgun.

Hvað er með að hafa ekki svona hnapp? Hvernig á maður að muna lykilorð sem maður notar einu sinni á ári?

Beats me.

veislur tvær

gat nú verið, jólaveislur í tveimur af tónlistarskólunum mínum í kvöld, fyrri í Suzuki, Bryndís samkennari hafði bakað 22 smákökusortir ásamt ostastöngum og tveimur týpum af konfekti, bauð kennurunum heim í heitt súkkulaði, jólaöl og allt þetta ógnar bakkelsi. Ekki smá glæsilegt. Verst að vera ekki með myndavél til að geta sýnt herlegheitin.

Svo þurftum við að stinga af snemma þar, til að fara í smáréttahlaðborð í Hafnarfirði eftir framhaldsdeildartónleikana þar. Klikkað flott þar líka og skemmtilegur félagsskapur. Ég fékk mér þó bara hálft rauðvínsglas til að sleppa við strætóferð í Hafnarfjörð á morgun.

Hjörleifur fiðlari og Þröstur gítarsnillingur skemmtu, þar vantaði mig líka myndavélina mína – með vídjói – aðra eins útgáfu af White Christmas hef ég aldrei heyrt.

Takk fyrir mig í kvöld.


bland í poka

teljari

  • 371.611 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa