Sarpur fyrir 13. desember, 2008

gæði hveitis

Pillsbury’s hveiti var á tilboði einhvers staðar um daginn (Fjarðarkaupum?), vorum að taka þann pakka í notkun. Ótrúlegur munur á píadínunum, ég hefði ekki trúað því. Langbestu slíkar sem við höfum gert. Hugsa við splæsum í þetta hveiti áfram, jafnvel þó muni svolitlu í verði.

heimilisiðnaður

fyrir utan að mæta á mótmæli í dag (hittum þennan bloggara og þennan líka – og auðvitað marga fleiri) vorum við ansi hreint öflug, settum yfir deig í þetta brauð, bakast á morgun, töppuðum á flöskur í heimavíngerðinni og nú er verið að búa til deig í píadínur fyrir kvöldmatinn.

Maður reddar sér.

Hlakka annars verulega til þess að smakka þetta brauð.

þögn

mæta ekki allir á stutt en afskaplega hnitmiðuð mótmæli niðri í bæ á eftir? Þegjum í 17 mínútur, eina fyrir hvert ár Sjálfstæðisflokksins í stjórn, samfleytt.

Frábært veður, ekkert til að stoppa fólk frá að mæta.


bland í poka

teljari

  • 371.611 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa