Sarpur fyrir 11. desember, 2008

eftirmæli

um fráfarandi Bandaríkjaforseta má finna hér:

Mikið mætti einhver taka sig til og setja saman svona klippu um íslenska ráðamenn. Lára Hanna er góð og er með helling, en það þarf að henda svona saman í eitt. Og birta í sjónvarpinu.

Fundið hjá Kjarnanum.

vorum að rifja upp

við ellibelgirnir á ircinu í dag hvað veturnir voru nú alltaf harðari hér í gamla daga, mikið meiri snjór, kaldara, ekki þetta sífellda slabb. Dró þessa mynd fram í dagsljósið, hún er ekki tekin á Akureyri né Ísafirði heldur bara hér í Garðabæ.

Svona hefur örugglega ekki komið hér síðustu 30 árin. Reyndar ágætt.

fífa var að teikna

klikkað flott mynd, sérstaklega hárið:

ljóðið

jæja, enginn getur giskað, kannski ekki skrítið.

Ljóðið er Sköpun mannsins.

Alfaðir í Eden fann
apa sem um greinar rann,
ætlaði að gera úr honum mann,
sem elskaði guð og náungann.

Sat hann við með sveittar brár
sextán hundruð þúsund ár.
Apinn reyndist þrjóskur, þrár,
þykkjukaldur og hyggjuflár.

Að hálfu leyti api enn,
eðlin geymir tvenn og þrenn,
lítil von hann lagist senn.
Lengi er guð að skapa menn.
Örn Arnarson


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa