Sarpur fyrir 9. desember, 2008

finnur ormur

kennarinn hans var að kvarta yfir því að hann væri þreyttur í skólanum, hann er vanur að vera ógurlega lengi að koma sér í bólið. Viðurkenndi þetta alveg, þegar ég talaði um það við hann áðan.

Var á leiðinni á tónleika hjá Fífu, pabbi hans í fótbolta, þau Freyja ein heima í klukkutíma eða svo í kvöld. Skipaði honum þegar ég var á leið út úr dyrunum að fara að hátta NÚNA, bursta tennur og svo mætti hann lesa í smástund, áður en hann sofnaði.

Þetta var rétt undir klukkan 8.

Svo kom pabbi hans heim um níuleytið og hafði þá eitthvað gerst? Ónei, að sjálfsögðu ekki.

Þarf aðeins að fara í merkingu orðsins – núna – með honum…

glænýtt lag

hér fyrir nokkrum árum samdi ég lag fyrir ónefndan kór sem starfar við (tja eða allavega æfir í) kirkju einni hér í borg.

Kórstjóranum þótti textinn hins vegar vera guðlast þannig að lagið hefur aldrei verið flutt.

Notaði þennan frábæra texta (sem mér finnst reyndar stórskrítið að nokkur hafi ekki húmor fyrir, trúaður eður ei) og bjó til nýtt lag eftir annarri pöntun.

Ljóðið er eftir Örn Arnarson – getið þið giskað á hvaða ljóð?

Efast stórlega um að þessi útgáfa verði ekki flutt…

oooohhh :)

fékk svo sætt komment á færsluna með White Christmas upptökunni, á enskubloggið mitt. Skilaði kveðjunni til Freyju og hún bráðnaði alveg.


bland í poka

teljari

  • 371.611 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa