Sarpur fyrir 7. desember, 2008

wahahahahaha

erum að horfa á Útsvar síðasta föstudags, ég held ég hafi ekki hlegið eins mikið í mörg ár, og yfir einu leikna atriði Norðurþings…

bretinn er klikk

tónleikarnir áðan

heppnuðust þvílíkt vel, reyndar höfum við spilað Eld betur en við gerðum, það kom upp eitthvert óöryggi, skil ekki alveg hversvegna.

Mahler hins vegar rokkaði, auðvitað ekki allt fínpússað eins og í atvinnusveit en ég held að heildarsvipurinn hafi verið fínn og mjög margir mjög flottir staðir.

Stanslaus hrollur niður bakið í síðustu tvær blaðsíðurnar okkar, toppaði með staðnum þar sem hornleikararnir okkar, átta stykki, stóðu upp og blöstuðu. Frank snillingur á pákunum, já þetta var bara svooooo skemmtilegt.

Hefði helst viljað spila þetta strax aftur bara. En það er víst ekki á blásarana leggjandi, ótrúlega mikið úthaldsdæmi hjá þeim.

Meiri Mahler, ójá, meira!

rændi

þessarri mynd frá Begga:

Sýnir að ástandið hér er ekkert einsdæmi…


bland í poka

teljari

  • 371.773 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa