Mér að kenna?

Þorbjörn bróðir tekur áskorun frá Varríusi, ég tek henni líka.

Já, mér að kenna. Samkvæmt ríkisbubbum. Hvað gerði ég sem setti um koll hagkerfið?

Ekki bílakaup. Erum á einum bíl, 13 ára gömlum.
Ekki flatskjár. Túbuvarp hér á bæ

Jú, ég pantaði heimabíókerfi í fertugsafmælisgjöf, bað fólk að gefa mér gjafabréf í Heimilistækjum. Heimabíó, það á ég.

Á nýlega öfluga tölvu. En það er nú vinnutækið mitt.

Við leyfum börnunum að ganga í tónlistarskóla.

og reyndar drekkum við frekar fín vín.

Öðru man ég ekki eftir í augnablikinu.

Hvað með þig?

7 Responses to “Mér að kenna?”


 1. 1 vinur 2008-11-8 kl. 21:21

  Úpps, við keyptum sófasett fyrir einu og hálfu ári, ég keypti mér rauða skó í sumar,(á Spáni!) bóndinn fékk fallega skyrtu og við erum enn að borga af bílnum. Ráðum þó við það. Við erum þverskurður af hinum meðal-Jóni. Kær kveðja í bæinn, Gulla Hestnes

 2. 2 lindablinda 2008-11-9 kl. 11:12

  Ég er mjög sek….
  keypti mér lítinn milljón króna Opel bíl í fyrra vegna þess að sá gamli datt í sundur ( núna kostar litli bíllinn reyndar 1,7 milljónir og ég hef ekki efni á að borga af honum og fæ ekki að skila honum)

  Ég á 17 ára gamalt sjónvarp og er einungis með RÚV og Skjáinn og græjurnar mínar kostuðu 8.000 kall í Elko fyrir 4 árum. (DVD spilarinn kostaði 3000 krónur og ég er alltaf jafn hissa á að hann skuli enn virka eftir 3ja ára notkun)

  Öll búslóðin mín eins og hún leggur sig kostaði mig 250 þúsund fyrir 4 árum og þar er margt úr endursölubúðum. Ég á ekki uppþvottavél.

  Ég fer í klippingu á 6 mánaða fresti, lita og plokka sjálf og hef aldrei farið í vax.

  Ég versla bara í Bónus og Krónunni og kjöt er einungis á borðum hér á tyllidögum.

  Ég kíki til tannlæknis á sirka 8 ára fresti.

  Ég fer örsjaldan í bíó – en ég er með frítt í leikhús. Fer nánast aldrei út að skemmta mér og enn sjaldnar út að borða.

  Jú svo eru það að sjálfsögðu dauðasyndirnar þrjár. Ég keypti mér stígvél í haust á 15.000 krónur þar sem þau 5 ára gömlu voru búin á því, leyfi mér stundum að verlsa beljuvín og skamm og fuss – ég reyki.

  Held að ég geti með sanni sagt að ég eigi að skammast mín.

 3. 3 Harpa J 2008-11-9 kl. 13:18

  Ég á reynda flatskjá – mér var gefinn hann þegar það kviknaði (bókstaflega) í gamla sjónvarpinu.
  Fjölskyldan keypti notaðan slydduéppa fyrir nokkrun árum, við búum í dreifbýli og þurfum reglulega að fara yfir glerhála fjallvegi. Við göngum reyndar allt innanbæjar.
  Eigum góða tölvu, eldgamla uppþvottavél, engar hljómflutningsgræjur. Eigum slatta af hljóðfærum og leyfum börnunum að ganga í tónlistarskóla.
  Fórum tvisvar til útlanda á 10 árum.

 4. 4 meinhornid 2008-11-9 kl. 14:07

  Humm!

  Bíllinn minn er tíu ára gamall, ég á túbusjónvarp, 4000kr DVD spilara – jú annars, ég keypti bassa! Og tvær gyðingahörpur þegar ein hefði líklega dugað…

 5. 5 Jón H 2008-11-9 kl. 19:03

  Þetta er mér að kenna.

 6. 6 Svanfríður 2008-11-10 kl. 01:43

  Við eigum túbusjónvarp, geislaspilara sem er 10 ára, annan sem spilar ísl dvd diska á 30 dollara keyptan í hitteðfyrra,við eigum ekki uppþvottavél, eigum bíl sem eldist hratt en keyptum okkur bíl í vor sem er fjögurra ára.Búum í litlu húsi og viljum ekki gera neitt fyrr en við eigum efni á því almennilega. Og ég geri mér fulla grein fyrir því að við búum ekki á Íslandi en er USA ekki í kröggum líka-það er þá kannski okkar sök eftir allt saman?

 7. 7 Imba 2008-11-11 kl. 08:23

  Ég er alveg sannfærð um að þetta sé allt „hinum“ að kenna eins og fram hefur komið …


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 371.611 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: