velgengni

gekk alveg ljómandi vel á tónleikunum í dag, auðvitað kom eitthvað smá upp á, enda ekki skrítið þegar verið er að frumflytja fjögur glæný verk. (ég átti eitt smáklúður, var fullsein að taka tón frá tónkvísl) Eigum bókað eftir að flytja þessi verk aftur, það er ljóst.

Svo voru hörkumótmæli í dag, þó ég sé reyndar enn að bíða eftir þessum með 20.000 manns. Mikil stemning og fólk vildi stjórn og seðlabankastjórn burt. Áfram næst, bara, mér finnst fínt að hafa tilbreytingu í þessu, fyrst Arnarhóll, þá Austurvöllur og nú gengið að Ráðherrabústað. Reyndar hélt ég að það yrði bara gengið þangað og mætti ekki fyrr en klukkan 4, mér sýnist á Mogga að það hafi verið eitthvað á Austurvelli á undan.

Og: ‘Nokkur fjöldi’, segja þeir, ég held að hann hafi sirka tvöfaldast frá fyrir viku.

3 Responses to “velgengni”


 1. 1 Imba 2008-10-25 kl. 22:06

  Mér fannst það ekki nógu kúl að hafa tvenn mótmæli á nánast sama tíma.
  Þetta skitpir allt máli.
  Lifi byltingin!

 2. 2 hildigunnur 2008-10-26 kl. 02:41

  hmm, sama tíma? Voru nema þau sem tóku hvert við af öðru?

 3. 3 Arnar 2008-10-27 kl. 13:21

  Skellti mér á tónleika og hafði virkilega gaman af. Takk fyrir kærlega. Bakkabræður stóðu svo sannarlega fyrir sínu og það var virkilega gaman að heyra kontrabassann með kórnum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.761 heimsóknir

dagatal

október 2008
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: